Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2007, Side 106

Andvari - 01.01.2007, Side 106
104 HJALTI HUGASON ANDVARI fyrir um hver siðferðisleg afstaða hennar og gildismat hafi verið. Helsta markmið sagna af þessu tagi er enda að öðlast dýpri þekkingu og innsýn í þessi fyrirbæri almennt.23 Æruminning hefur að markmiði að standa vörð um minningu sögupersónunnar með því að draga kosti hennar fram en horfa framhjá göllum hennar eða skuggahliðum sem frekar væri fjallað um í sálarfræðilegri ævisögu.24 Nú á dögum er sjaldgæft að ævisöguritarar ætli sér að rita sögur af þessu tagi en falla þó sumir í þá gryfju. Sérlega er mönnum hætt ef ævisaga er rituð af sérstöku tækifæri t.a.m. afmæli eða ártíð sögupersónunnar.25 Skáldsögulegar œvisögur taka tilefni af því að ævisagan stendur í eðli sínu á mörkum fagurbókmennta og fræðirita þar sem í þeim fléttast óhjákvæmilega saman sannsögulegt efni og efni sem stenst vart hið stranga próf sannfræðinnar. Með fagurbókmenntalegri nálgun er líka mögulegt að lífga sögulegar aðstæður án þess að það komi niður á sannferðugleika frásögunnar.26 Afbrigði af þessum flokki er skáldævisaga þar sem höfundur færir frásögn af eigin lífi í listrænan búning og „lögmál skáldskaparins eru látin ríkja yfir öðrum lögmálum textans“, sem og lögmálum „sannleikans“.27 Guðbergur Bergsson skapaði þetta nýyrði og ruddi bókmenntaforminu rúm í seinni tíð með bókinni Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar (1997). Þórbergur Þórðarson ástundaði það þó áður og má líta á hann sem upphafsmann þess hér á landi. íslenskur aðall (1938) og Ofvitinn (1940) fylla t.a.m. þennan flokk.28 Ýmsir hafa raunar borið brigður á að nokkur eðlismunur sé á sjálfsævisögum almennt og skáldævisögum. Hér verður þó litið svo á að svo sé.29 Þegar skrá skal sögu einstaklings þarf að velja eitthvert þeirra sjónarhorna sem fyrrgreindir flokkar bregða ljósi á. Það val hefur síðan áhrif á þá endur- sköpun einstaklings sem felst í sérhverri ævisögu. Ævisögur sr. Matthíasar Jochumssonar Sr. Matthías var mikilhæfur einstaklingur sem lifði viðburðaríku lífi og gegndi mörgum hlutverkum eins og ævisöguritari hans, Þórunn Erlu Valdi- marsdóttir lýsir: Hann er barn, sonur, bróðir, unglingur, verslunarsveinn, námsmaður í verslunarfræðum, elskhugi, skáld, fóstursonur, leikritahöfundur, stúdent, þýðandi, prestur, tengdasonur, fósturfaðir, ritstjóri, sálmaskáld, guðfræðingur, greinahöfundur, vinur, bréfritari, fyrsta skáldið sem fékk skáldalaun til æviloka, þrefaldur eiginmaður, ellefu barna faðir, veikur háaldraður maður.30 Ur þessum efniviði hefði mátt endurskapa marga einstaklinga og rita um þá fjölmargar ævisögur af mismunandi flokkum. Staða sr. Matthíasar í kirkju- og bókmenntasögu þjóðarinnar er slík að hann ætti sagnfrœðilega œvisögu sannarlega skilda. Hann er tvímælalaust einnig í hópi þeirra einstaklinga sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.