Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 112

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 112
110 HJALTIHUGASON ANDVARI þýðingu“ og ekki trúað öllu sem þar var sagt. Þá hafi þau afneitað útskúf- unarkenningunni „sem óhugsanlegri“. Þótt þau hafi að sögn sr. Matthíasar ekki haldið þessum skoðunum að börnum sínum heyrði hann oft á tal þeirra eftir að fjölskyldan var gengin til náða og foreldrarnir voru ómeðvitaðir um hvað börnin heyrðu.58 Trúarleg mótun fer að miklu leyti fram eftir krókaleið- um og rista áhrif foreldra oftast dýpra en beinn lærdómur. í Skógum getur því vel hafa myndast ósamræmi milli opinberu og duldu námskrárinnar, kver- fræðslunnar og þeirrar mótunar sem börnin hlutu utan hennar. Spennan í trú og guðfræði sr. Matthíasar hefur síðan magnast af þeim áföll- um sem mættu honum í lífinu og vöktu spurningar um tilgang og merkingu. Er þar ekki síst átt við missi tveggja fyrri eiginkvennanna, Elínar Sigríðar Knudsen (d. 1868) og Ingveldar Ólafsdóttur (d. 1871).59 Sr. Matthíasar beið það hlutskipti að verða trúar-, þjóð-, hirð- og lárviðar- skáldið á Sigurhæðum, heiðursborgari Akureyrar og heiðursdoktor við Háskóla íslands. Hann náði þó ekki öllu sem hugurinn girntist. Honum gekk t.d. sú vegtylla úr greipum að verða fyrsti Hólabiskupinn að nýjum sið. Það varð honum sárt.60 Við slík tækifæri má greina áberandi þátt í persónuleika sr. Matthíasar. Hann var ýtinn og fylginn sér en jafnframt viðkvæmur fyrir eigin persónu og áliti annarra.61 Hér er e.t.v. að finna kvikuna sem brýst fram bæði í skáldskap hans og guðfræði. Það kostar átök að brjótast úr fátækt vest- ur við Breiðafjörð upp á Sigurhæðir í margvíslegum skilningi þess orðs. Slíkt ferðalag upp stéttastiga samfélagsins setur mark sitt á hugarheim manna og tilfinningar sem mótar síðan verk þeirra. Lokaorð Ævisaga er ekki hlutlæg eða „sönn“ lýsing á lífi og persónu einstaklings í þeirri merkingu að þar sé greint frá því sem gerðist á hlutlægan hátt og við- brögðum sögupersónunnar við því á líðandi stundu. Þessu máli gegnir jafnvel um sjálfsævisögur. í allri ævisagnaritun felst endursköpun á sögupersónunni. Af ævisögu er hægt að krefjast þess eins að hún sé sannferðug lýsing á ytri og/eða innri ævi þess sem sagt er frá. Þegar maður á borð við sr. Matthías Jochumsson á í hlut er ljóst að hægt er að fara margar leiðir við ritun ævisögu og jafnvel skapa úr honum marga menn. Aðferðir sem kenna má við sálarfræðilega, hugmyndasögulega og „exístensíella“ ævisagnaritun virðast þó henta best til þess að fanga lífshlaup hans um skin og skúrir langrar ævi sem skilaði sér í tilfinningaríkum skáld- skap og trúarhugsun sem hafði margháttuð áhrif í lífi þjóðar og kirkju hér á landi. Það er ekki tilviljun að ráðist hefur verið í ritun ævisögu sr. Matthíasar við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.