Andvari - 01.01.2007, Page 176
174
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
3. mynd: Afturför Svía miðað við
Bandaríkjamenn
1964 1968 1972 1976 1980 1984 1988 1992 1996 2000 2004
snarfjölgar, þegar fræg knattspyrnulið eigast við á sjónvarpsskjánum. Ekki
þarf lengi að leita skýringa á stöðnuðu atvinnulífi. Skattar eru hærri í Svíþjóð
en nokkru öðru ríku landi. Þeir eru að sliga þjóðina. Skattheimtan er komin
fram úr því, sem skilar mestum skatttekjum. Erfitt er hins vegar úr að bæta,
því að rúmur helmingur kjósenda starfar annaðhvort hjá hinu opinbera eða er
háður opinberum styrkjum um afkomu sína. Svíar eru í sjálfheldu. Þeir standa
ekki undir velferðarríkinu, en eiga óhægt um vik að létta af sér byrðum.
Bandaríkin og Svíþjóð eru hreinræktuðustu afbrigði tveggja kosta, sem
þjóðir í frjálsasta fjórðungi heims í atvinnumálum standa andspænis. Annan
má kalla hinn engilsaxneska, þar sem skattar eru tiltölulega lágir og velferð-
araðstoð takmörkuð, en atvinnutækifæri mörg. Hinn er norræni kosturinn,
þar sem atvinnufrelsi er að vísu verulegt, en skattar háir og velferðaraðstoð
rausnarleg og víðtæk og atvinnutækifæri takmörkuð. Það er umhugsunarefni,
hvað tveir djúpsæjustu heimspekingar velferðarríkisins, þeir Hegel og Rawls,
hefðu að segja um þessa tvo kosti. Þótt ekki sé ég gæddur sagnaranda, má
gera sér nokkra grein fyrir því eftir siðferðilegum forsendum þeirra. Báðir
myndu þeir Hegel og Rawls að sjálfsögðu krefjast þess, að velferðarríkið væri
sjálfbært. Það yrði að standa undir sér. Ekki er skylt umfram getu, sögðu