Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 34

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 34
32 KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR ANDVARI takmarkanir barneigna, rök í ætt við þau sem rakin voru hér að framan. Aðalkjarni málsins væri sá hvort fólki eigi að vera í sjálfsvald sett hvort það eignist afkvæmi eða ekki. Andleg og veraldleg yfirvöld eigi ekki og geti ekki haft áhrif á svör einstaklinganna við þeirri spurningu. Mannkynið hafi alla tíð reynt að takmarka viðkomuna, hið nýja sé að það sé rætt opinberlega og að þótt flest hjón vilji eiga börn, vilji þau takmarka fjöldann. Katrín ræddi þau rök að siðspilling myndi aukast og að hræðsla við afleiðingar kynlífs og þar með kynlífsbindindi væri hin rétta leið til að verjast. Það væri hverjum manni óhollt að berja niður kynlífs- löngun. I þessu samhengi er athyglisvert hvernig hún talar um ótta kvenna við afleiðingar kynlífs: „vegna þeirrar lögvernduðu nauðgunar, sem hjónabandslögin bjóða“.93 Konum væri gert lögum samkvæmt að þjóna kynhvöt karla og taka afleiðingunum. Þær höfðu þar af leiðandi ekki yfirráð yfir eigin líkama. Því væru getnaðarvarnir og takmark- anir barneigna þeim mest í hag, bæði til þess að njóta kynlífs og til að takmarka barnafjöldann. Katrín svaraði rökum um fólksfækkun þannig að með takmörkun barneigna kæmust fleiri börn á legg og vonandi hamingjusamari börn. Þeir sem fylgdu auðvaldsskipulaginu væru á móti takmörkunum barn- eigna meðal verkafólks vegna þess að ef þeim fækkaði gæti það leitt til kauphækkana. Þarna birtist sósíalistinn Katrín sem skaut á auðvaldið. Niðurstaða hennar var: það er ekki fleira fólk sem okkur vantar, það er betra fólk sem skortur er á. Hjá Katrínu komu fram röksemdir sem síðar sáust hjá Vilmundi Jónssyni landlækni í greinargerð um frumvarp um vananir o.fl. sem flutt var 1937,94 að sumt fólk væri ekki heppilegt til undaneldis, t.d. geðveikt fólk og sálsjúkt, það mætti annaðhvort vana það, þó þannig að það héldi kynhvötum sínum óskertum, eða kenna öllum almenningi að koma í veg fyrir frjóvgun. Takmarkanir barneigna munu leiða til farsælli hjónabanda, sagði Katrín: ... því hve margar manneskjur lamast ekki á sál og líkama og bíða tjón á heilsu sinni af sífeldum barneignum, striti, áhyggjum, örbirgð og skorti. - Þá hafa margir, einkum karlmenn, mjög á móti því, að konan geti ráðið því, hvort hún verði barnshafandi eða ekki, af þeirri ástæðu, að slíkt mundi leiða til jafnréttis karla og kvenna í kynferðismálum. Frá mínu sjónarmiði væri það frekar kostur en löstur ... Þessi mótbára mun aðallega sprottin af ótta karlmannanna við það, að missa sín hefðbundnu sérréttindi sem herra sköpunarinnar, sem undiroka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.