Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 34
32
KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR
ANDVARI
takmarkanir barneigna, rök í ætt við þau sem rakin voru hér að framan.
Aðalkjarni málsins væri sá hvort fólki eigi að vera í sjálfsvald sett hvort
það eignist afkvæmi eða ekki. Andleg og veraldleg yfirvöld eigi ekki
og geti ekki haft áhrif á svör einstaklinganna við þeirri spurningu.
Mannkynið hafi alla tíð reynt að takmarka viðkomuna, hið nýja sé að
það sé rætt opinberlega og að þótt flest hjón vilji eiga börn, vilji þau
takmarka fjöldann.
Katrín ræddi þau rök að siðspilling myndi aukast og að hræðsla
við afleiðingar kynlífs og þar með kynlífsbindindi væri hin rétta leið
til að verjast. Það væri hverjum manni óhollt að berja niður kynlífs-
löngun. I þessu samhengi er athyglisvert hvernig hún talar um ótta
kvenna við afleiðingar kynlífs: „vegna þeirrar lögvernduðu nauðgunar,
sem hjónabandslögin bjóða“.93 Konum væri gert lögum samkvæmt að
þjóna kynhvöt karla og taka afleiðingunum. Þær höfðu þar af leiðandi
ekki yfirráð yfir eigin líkama. Því væru getnaðarvarnir og takmark-
anir barneigna þeim mest í hag, bæði til þess að njóta kynlífs og til að
takmarka barnafjöldann.
Katrín svaraði rökum um fólksfækkun þannig að með takmörkun
barneigna kæmust fleiri börn á legg og vonandi hamingjusamari börn.
Þeir sem fylgdu auðvaldsskipulaginu væru á móti takmörkunum barn-
eigna meðal verkafólks vegna þess að ef þeim fækkaði gæti það leitt til
kauphækkana. Þarna birtist sósíalistinn Katrín sem skaut á auðvaldið.
Niðurstaða hennar var: það er ekki fleira fólk sem okkur vantar, það er
betra fólk sem skortur er á.
Hjá Katrínu komu fram röksemdir sem síðar sáust hjá Vilmundi
Jónssyni landlækni í greinargerð um frumvarp um vananir o.fl. sem
flutt var 1937,94 að sumt fólk væri ekki heppilegt til undaneldis, t.d.
geðveikt fólk og sálsjúkt, það mætti annaðhvort vana það, þó þannig
að það héldi kynhvötum sínum óskertum, eða kenna öllum almenningi
að koma í veg fyrir frjóvgun. Takmarkanir barneigna munu leiða til
farsælli hjónabanda, sagði Katrín:
... því hve margar manneskjur lamast ekki á sál og líkama og bíða tjón á heilsu
sinni af sífeldum barneignum, striti, áhyggjum, örbirgð og skorti. - Þá hafa
margir, einkum karlmenn, mjög á móti því, að konan geti ráðið því, hvort hún
verði barnshafandi eða ekki, af þeirri ástæðu, að slíkt mundi leiða til jafnréttis
karla og kvenna í kynferðismálum. Frá mínu sjónarmiði væri það frekar kostur
en löstur ... Þessi mótbára mun aðallega sprottin af ótta karlmannanna við það,
að missa sín hefðbundnu sérréttindi sem herra sköpunarinnar, sem undiroka