Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 174

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 174
172 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI asta fjórðungnum voru árið 2004 að meðaltali 6.519 Bandaríkjadalir á mann á ári, í næstfrjálsasta fjórðungnum 2.322 dalir, í næstófrjálsasta fjórðungnum 1.186 dalir og í hinum ófrjálsasta 826 dalir. Þetta sést á 2. mynd. Kjör hinna verst settu eru að jafnaði greinilega langbest í þeim löndum, sem búa við mest atvinnufrelsi. Það er síðan rétt, að maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. Þegar ýmsar aðrar stærðir eru metnar, til dæmis vísitala þroskaskilyrða (e. human development index), sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett saman, lífslík- ur við fæðingu, barnadauði og aðgangur að hreinsuðu vatni, eru niðurstöður hinar sömu: Þessi skilyrði eru því betri sem atvinnufrelsi er víðtækara.18 Þá almennu ályktun virðist unnt að draga af þessari mælingu, að hinir verst settu séu best settir í þeim löndum, þar sem atvinnufrelsi er að minnsta kosti víð- tækt. Frjálst hagkerfi í víðum skilningi stenst prófstein Rawls. En með því er ekki öll sagan sögð: Frjálst hagkerfi, kapítalismi, er til í ýmsum tilbrigðum. Sœnska leiðin og hin bandaríska Margt er ólíkt í þeim löndum, sem mynda frjálsasta fjórðung heims í atvinnu- málum. Þar eru Bandaríkin, þar sem tekjuskipting er ójöfn og velferðarþjón- usta takmörkuð, og Svíþjóð, þar sem tekjuskipting er jöfn og velferðarríkið styður fólk frá vöggu til grafar. Hvort landið stenst betur prófstein Rawls? Ef velja á milli tveggja landa, þar sem kjör hinna verst settu eru svipuð, en tekjuskipting jafnari í öðru, þá myndi Rawls vissulega taka það fram yfir hitt. Hlýtur hann þá ekki að velja Svíþjóð? Það er óvíst. Tekjuskipting er þar jafnari en í Bandaríkjunum og afkomuöryggi verst setta hópsins sennilega betur tryggt, en tekjur hinna verst settu (tekjulægsta hópsins) eru þó svipaðar og jafnvel aðeins lægri en tekjur sambærilegs hóps í Bandaríkjunum.19 Málið er ekki einfalt. Tækifæri til að komast úr fátækt eru fleiri í Bandaríkjunum, þótt auðveldara sé að vera fátækur í Svíþjóð. Hvort eru menn betur settir með fleiri tækifæri eða rausnarlegri aðstoð? Tekjuskipting mælist ójafnari í Bandaríkjunum en Svíþjóð, en það á ekki aðeins rót sína í því, að þar vestra eru fleiri auðmenn til, heldur líka hinu, að íbúar landsins eru ólíkt Svíum afar sundurleitir, eftir kynþáttum, landsvæðum, uppruna og menntun. Bandaríkin hafa löngum verið land innflytjenda, sem koma fátækir þangað, en fullir starfslöngunar, og efnast fljótt. Þegar ójöfn tekjuskipting er skoðuð, verður að huga að hreyfanleika manna milli tekjuhópa, sem er mikill þar vestra. Litlar áhyggjur þarf að hafa af fátækt innflytjenda, námsmanna eða stofnenda nýrra smáfyrirtækja: Hún er tímabundin. Arið 1959 voru 22% Bandaríkjamanna neðan fátæktarmarka þess árs; árið 2004 voru 12% þeirra neðan fátæktar- marka þess árs. Bandarískur vinnumarkaður er enn fremur sveigjanlegri en í Evrópu og atvinnuleysi minna, svo að þeir, sem vilja vinna, geta það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.