Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 74

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 74
72 GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ANDVARI Hér er ekki bara góðskáld að setja ofan í við leirskáld heldur er miklu fremur um að ræða ólíka sýn á Edduarfinn, eða öllu heldur róttæka tilraun til að snúa baki við skáldskaparhefð sem átti sér aldalangar rætur og kom- ast svo að segja aftur fyrir hana til að ná að virkja aðrar eigindir í arfinum. Þau einkenni sem Jónas gagnrýnir hjá Sigurði höfðu þróast í aldanna rás hjá rímnaskáldunum og smám saman orðið viðtekin. Kenningar sínar og heiti höfðu rímnaskáldin ýmist hvert frá öðru eða úr hinni svokölluðu Laufás- Eddu sem Magnús Olafsson prestur í Laufási tók saman 1609 að beiðni Arngríms lærða og hafði að geyma einfaldaða gerð á Eddu Snorra Sturlusonar sem séra Magnús hafði fyrir sér í að minnsta kosti tveimur handritum; þar er Gylfaginning endursögð í formi dæmisagna og kenningum Skáldskaparmála raðað í stafrófsröð skáldum til hægðarauka en Háttatali sleppt.7 í riti sínu Arfur og umbylting segir Sveinn Yngvi Egilsson um þennan arf og afstöðu Jónasar til hans: Hinar goðfræðilegu kenningar og formdýrkun rímnaskáldanna sýna þannig skyldleika við skáldskaparmál dróttkvæða og umfjöllun Snorra-Eddu svo ekki verður um villst. Þegar Jónas ræðst gegn rímunum í Fjölni 1837 er hann á vissan hátt að hafna hirðkvæðahefðinni og fagurfræði Snorra.8 Jónas hafnar sem sé arfi Snorra Sturlusonar eins og hann birtist hjá rímna- skáldunum en þau höfðu fengið ýmist gegnum Laufás-Eddu eða frá skáldi til skálds, með þeim afleiðingum að nokkuð var tekið að dofna yfir kenninga- smíðinni. Sjálfur lagði Snorri í skáldskaparfræðum sínum ríka áherslu á að kenningar væru í senn ljósar og hófstilltar - gengju upp - og eru hugmyndir hans um nýgervingu meðal annars hluti af þeirri raunsæiskröfu. En skáldskapargyðja Sigurðar Breiðfjörð hét ekki „greina Skögul“ hvað sem líður dári Jónasar heldur hét hún Rósa og er oft ávörpuð í mansöngvum hans án þess að fyrir liggi að þar sé átt við eina tilgreinda konu fremur en hugsýn. Og það er ekki rímnakveðskapurinn sem hefur til þessa einkum haldið nafni Sigurðar Breiðfjörð á lofti heldur stakar vísur sem sumar er reyndar að finna í mansöngvum rímna hans en hafa losnað þaðan og standa sér sem lausavísur. íslenska stakan - lausavísan - er ort undir rímnaháttum, með allri þeirri strangbeisluðu fjölbreytni sem þeir bjóða upp á hvað varðar fjölda vísuorða og lengd atkvæða, þótt ferskeytlan sé algengust. Formið er býsna strangt, rím og stuðlar og fastmótaðar reglur um atkvæðalengd setja skáldinu sjálfkrafa skorður - fyrir utan sjálfvaldar skorður á borð við innrím og er íþróttin sú að ná að segja sem mest innan formsins. Þegar vel tekst til er sögð saga heillar ævi í fjórum línum. Lausavísan hefur fylgt íslenskum skáldskap frá tímum dróttkvæðanna - sem vissulega ýtir undir hugmyndir um samhengið milli dróttkvæðahefðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.