Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 166

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 166
164 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI en Svíar, en lengra en Bandaríkjamenn. Aðalatriðið hefur hér ekki verið talið jöfnun lífskjara, heldur fjölgun tækifæra fyrir alla. Þótt kveikjan að þeim umskiptum á íslenska hagkerfinu, sem orðið hafa frá 1991, hafi komið frá öðrum hugsuðum en Hegel og Rawls, er óvíst, að þeir hefðu haft margt við íslensku leiðina að athuga. Hegel og afkomuöryggi fátœks fólks Hegel lýsti því í Réttarspeki sinni 1821, hvernig ríkið hlyti að rísa upp úr hinum frjálsa markaði til að bæta úr fátækt, sundrungu og útskúfun.2 Hin sögulega þróun var í þremur áföngum að sögn hans. Fyrst varð fjölskyldan til. Þar voru tengsl manna lífræn eða bein. Þeir þekktu hver annan og mynduðu náttúrlega heild. En Hegel vissi, að menn geta ekki fullnægt öllum þörfum sínum innan vébanda fámenns ættbálks. Þeir hljóta að stunda verkaskiptingu og viðskipti. Þá varð til það, sem Hegel kallaði „hið borgaralega skipulag“, en svarar í stórum dráttum til frjáls markaðar. Þar rofnuðu hin lífrænu tengsl, heildin sundraðist niður í óteljandi einingar, en vélræn eða óbein tengsl tókust milli manna. Þar könnuðust einstaklingar hver við annan sem viðskiptavini og keppinauta. Hegel taldi, að samlíf þeirra í hinu borgaralega skipulagi væri vandkvæðum bundið. Verkaskiptingin hefði í för með sér einhæfingu. Menn misstu yfirsýn, þegar þeir einbeittu sér að einu verki. Tengsl rofnuðu við eðli þeirra og uppruna. í hinu borgaralega skipulagi glötuðu menn fótfestu, byggju við öryggisleysi og óvissu, yrðu leiksoppar blindra markaðsafla, háðir duttl- ungum framboðs og eftirspurnar. Eftir því sem lífskjör bötnuðu, yrði fátækt þeirra, sem eftir sætu, tilfinnanlegri. Bilið milli ríkra og fátækra breikkaði, og „herskari umkomuleysingja“ kæmi til sögu og snerist gegn skipulaginu, af því að hann teldi skipulagið andsnúið sér.3 Þar væri þeim útskúfað. Þeir fyndu til þess, að þeir væru aftastir í röðinni og bilið milli þeirra og hinna, sem framar stæðu, jafnvel orðið að óyfirstíganlegri gjá. Við tæki glundroði, nauð- synleg samkennd hyrfi, og enginn byndi trúnað við neitt. Þá yrði ríkið til upp úr fjölskyldunni og hinu borgaralega skipulagi. Það sameinaði hvort tveggja í sér, um leið og það eyddi því (þ. aufhebt). Það yrði heimili heildarinnar, farvegur sátta, siðferðilegt samlíf manna, einingaraflið, sem gerði heildina að því, sem hún væri. Eftir að menn hefðu týnt sjálfum sér í hinu borgaralega skipulagi, fyndu þeir sig aftur í ríkinu. Þar nytu þeir gagnkvæmrar viðurkenn- ingar. Hegel var ekki andvígur kapítalisma eða frjálsum markaði, en taldi, að á honum væru alvarlegir gallar, sem ríkið yrði að bæta úr. Hið borgaralega skipulag vekti með mönnum meiri þarfir en það gæti síðan fullnægt, tryggði þeim ekki öryggi um afkomu sína og deildi kjörum eftir einskærri tilviljun,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.