Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 156
154
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
Tvö af kvæðum Þorsteins „Örlög guðanna“ og „Örbirgð og auður“ birtust í
Sunnanfara í september 1892. Kvæðin voru endurprentuð í Heimskringlu 21.
september sama ár. Adeila kvæðanna á framferði og tengsl auðvalds og kirkju
mætti fordæmingu hinna bókstafstrúuðu kirkjumanna en hitti jafnframt fyrir
áhugasöm skáld meðal Vestur-íslendinga.
Séra Jón Bjarnason bregst öndverður við kvæðum Þorsteins þegar í sept-
emberhefti Sameiningarinnar. Segir hann að engin göfug hugsun hafi vakað
fyrir höfundinum og að bæði kvæðin séu ekkert annað en guðlast. Séra Jón
telur að dvöl í Kaupmannahöfn hafi slæm áhrif á unga íslendinga, þeir lendi
þar í svalli og trúleysi.
Önnur voru viðbrögð Kristins Stefánssonar. í kvæði hans „Heilræði“,30 sem
birtist nokkru síðar í Heimskringlu, eru augljós áhrif frá kvæðum Þorsteins.
Þeim, sem hafa félagslegar áhyggjur, eru gefin kaldhæðnisleg ráð:
Og ef þú á raunum þeim ráða vilt bót,
far rakleitt á guðspjalla torgið,
og „sannkristna“ trúverslun settu á fót,
og sjá þú oss ævilangt borgið.
Og vitirðu’ af nokkrum sem vantrúa er,
og vill að þér bakinu snúa,
fyrst helgað er réttlæti hjartað í þér,
þú honum skalt kvalastað búa.
Og drag yfir refsinga rökkur og kveld
með rjúkandi brennisteins laugum.
Lát syndarann horfa í helvitis eld,
uns hrynja’ ’onum tárin af augum.
Og iðrandi starir svo andlitið grætt
í ólgandi bálið ið rauða.
En pyngjan er opin og hjartað er hrætt
og hryllir við eilífum dauða.
Sjálfur svaraði Þorsteinn Erlingsson fordæmingu Jóns Bjarnasonar þremur
árum síðar með einu þekktasta kvæði sínu: „Á spítalanum“31 Kvæðið fjallar
einmitt um áhrif boðskaparins um helvíti á hugsun fólks gagnvart dauðanum.
Þetta kvæði hefur undirtitilinn: „Tileinkað Vesturheims prestunum íslensku“,
svo að ekki fer milli mála að hverjum spjótunum er beint. Tileinkunin sýnir
einnig að austanhafs var fylgst með trúarátökum Vestur-íslendinga um þetta
skuggalega tilverusvið sem mörgum stóð ógn af.
Ótti hins dauðvona manns á spítalanum er „sú naðra, sem gaf ekki grið“;
það er hún