Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 163
ANDVARI
GRETTIR OG SNÆKOLLUR
161
Einn vantrúarþræll fyrir þverúð sneyptist:
Af þilfari ofan um gat hann steyptist
og nefndi þá fjandann á nafn eins og gerist,
kom niður á ullarpoka og - snerist.
Hér að framan eru einungis fáein sýnishorn af hinum fjölskrúðuga kveðskap
Vestur-íslendinga um trúmál og kirkjulíf. Deilumál Vestur-íslendinga voru
mörg og sundrungin í þjóðarbrotinu furðuleg á mörgum sviðum. Og allt
varð þeim að yrkisefni meðan íslensk tunga hélt velli. Kvæðasmiðirnir eru
líka ótrúlega margir. Ætla má að fjörbrot tungunnar hafi magnað hið stóra
kvæðaflóð Vestur-íslendinga og íslensk tunga hélt velli vestan hafs meðan þar
var ort á íslensku. Eftir það voru dagar hennar taldir í Vesturálfu.
TILVÍSANIR
1 „Vantrúin" er einmitt titillinn á einu þekktasta kvæði Stefáns G. og í því tjáir hann
lífsviðhorf sín sem mótast af raunsæi, gagnrýnni hugsun, félagslegum umbótavilja og
andúð á kreddum. Andvökur I. 1953, bls. 19-20. (Tilvitnanir í Andvökur eru hér á eftir
einnig í útgáfuna 1953-1958)
2„K.N. krafinn um trú sína“. í sumum uppskriftum mun annað vísuorðið vera „trú þeirri
held ég nú“. K.N.: Kviðlingar og kvœði. Reykjavík 1945. bls. 159. Kristján Níels Jónsson
Júlíus (1860-1936).
3Svipaðar deilur, jafnvel enn harðvítugri, munu hafa verið meðal norsku safnaðanna í
Ameríku. Saga íslendinga í Vesturheimi, 3. bindi, bls. 109.
4„Minni Alberta". Andvökur I, bls. 106-107.
5Guttormur J. Guttormsson (1878-1966): Kanadaþistill, 1958, bls. 42-44.
6Kvæðið er ort 1896 og birtist í Öldinni IV; mars sama ár. Andvökur II, bls. 55-56.
7 Páll S. Pálsson (1882-1963): Eftirleit. 1954. Hluti bókarinnar nefnist „Rökkurljóð. Þáttur
úr kirkjusögu Vestur-íslendinga“.
8Sigurður Júl. Jóhannesson: Kvistir 1910, bls. 101-104.
9Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: Vestmenn. Reykjavík 1935, bls. 180-181.
10Stefnuskrá Menningarfélagsins ásamt fréttabréfi Stefáns G. um félagsstofnunina birtist í
Lögbergi 11. apríl 1888.
11 Sameiningin 3. árg. 1. tbl., mars 1888, bls. 12-14.
12 Sameiningin, 2. árg., júlí-ágúst 1887.
13Svar Jónasar er í Sameiningunni 2.h. 1888 en svar Stefáns í Lögbergi 20. júní sama ár.
14 Sameiningin, 3. árg„ mars 1888.
15 Jón Bjarnason: „Það, sem verst er í heimi“. Aldamót, 1. árg. 1891, bls. 46.
16Þórður Diðriksson (1828-1894): Aðvörunar og sannleiksraust um höfuðatriði trúar.
Kaupmannahöfn 1879, bls. 34. Þórður orti nokkra sálma sem þykja ekki afbragðsgóðir.
Hann átti þrjár eiginkonur þegar best lét og lifðu þær allar eiginmann sinn.
17Pétur Sigurðsson: Tíbrá, Winnipeg 1925, bls. 35-36. Pétur Sigurðsson (1890-1972) var
aðventistatrúboði vestra.