Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 51

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 51
andvari KATRÍN THORODDSEN 49 móti slíkum samningum og sprakk ríkisstjórnin á því máli 10. okt. 1946 en sat áfram við völd til 4. febrúar 1947, vegna þess hve illa gekk að mynda nýja stjórn.159 Eftir að hún var mynduð var Katrín í stjórnarand- stöðu. Katrín Thoroddsen var þriðja konan sem tók sæti á Alþingi Islend- inga. Á undan henni komu Ingibjörg H. Bjarnason 1922-1930 og Guðrún Lárusdóttir 1930-1938. Ingibjörg var kjörin sem fulltrúi kvennalista en gekk fljótlega til liðs við Ihaldsflokkinn, síðar Sjálf- stæðisflokkinn. Guðrún Lárusdóttir var þingkona Sjálfstæðisflokksins en gaf reyndar út sína eigin stefnuskrá.160 Ingibjörg og Guðrún tengdust báðar kvennahreyfingunni en komu úr ólíkum áttum. Þótt báðar hafi tilheyrt borgaraöflunum, voru þær mjög ólíkar og á öndverðum meiði 1 afstöðu til hlutverks kvenna í samfélaginu.161 Katrín Thoroddsen var einnig nátengd kvennahreyfingunni en kom úr röðum sósíalista. Það er því afar athyglisvert að sjá hve sterkur þráður tengdi þessar þrjár konur þegar kom að þeim málefnum sem þær báru fyrir brjósti sem þingkonur. Málefni kvenna og barna voru þar langefst á blaði, stuðn- ingur við kvennasamtök, heilbrigðismál og hagur þeirra sem verst stóðu að vígi. Að því leyti tengdust þær í hugmyndum sem kenndar hafa verið við velferðarfemínisma.162 Katrín flutti jómfrúarræðu sína í útvarpsumræðum um Kefla- víkursamninginn 5. október 1946, aðeins fimm dögum áður en stjórnin sprakk. Vart þarf að taka fram að hún talaði gegn samningnum og sagði þingmenn vera að taka sér vald sem ekki væri þeirra.163 Fyrstu tillögurnar sem Katrín lagði fram tengdust fjárlögum ársins 1947 en hún lagði til að styrkur til Kvenréttindafélagsins yrði hækk- aður úr 15 þús. kr. í 30 þús. í sömu ræðu komu þekking og áhugamál læknisins vel fram er hún ræddi um nauðsyn byggingar farsóttasjúkra- húss og stækkun ríkisspítalanna en að mati nefndar sem hafði verið að störfum vantaði 300-400 rúm til að fullnægja þörfinni.164 Aðeins 16 ár voru liðin frá því að óskabarn íslenskra kvennahreyfinga - Landspítalinn - tók til starfa en kvennasamtök landsins söfnuðu miklu fé til hans. Þegar Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins lagði fram teikningar að Landspítalanum sögðu menn í skammsýni sinni: Þetta er allt of stór og dýr bygging, og var honum gert að skera hana niður unt þriðjung. Það liðu ekki mörg ár þar til spítalinn var yfirfullur, sem bitnaði meðal annars á þjónustu við fæðandi konur en Katrín átti eftir að beita sér í því máli þegar unnið var að opnun nýrrar fæðingardeildar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.