Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 37
andvari
KATRÍN THORODDSEN
35
af þessu tægi hefir borizt inn á heimilin og inn í huga unglinganna,
óhreinkað hugsunarhátt þeirra og valdið sýkingu í sálarlífinu”.104
Meðan Katrín sá takmarkanir barneigna og sjálfsákvörðunarrétt
kvenna sem leið til að auka völd kvenna yfir eigin lífi, leit Guðrún svo
á að konur yrðu í vaxandi mæli fórnarlömb. Hún sagði:
Við getum hugsað okkur unga, saklausa og óreynda stúlku, sem lendir í
höndunum á óvönduðu rosamenni, - hvað hann stendur betur að vígi, ef hann
getur bent henni á lagaákvæði, sem skyldar hvaða lækni sem er að láta henni í té
upplýsingar, sem gera þeim mögulegt að halda áfram athæfi sínu ábyrgðarlaust.
Afleiðingin verður aukin lausung og misþyrming á þeim helgustu tilfinningum
sem móðirin á yfir að ráða.105
Skylda kvenna til að fæða þjóðinni börn og sinna helgu hlutverki
móðurinnar var ofar fátækt, barnamergð og heilsuleysi að mati Guð-
rúnar. Hún vildi fara aðrar leiðir til að bæta kjör kvenna.106 Það er
einnig merkilegt að Guðrúnu fannst viðkoma mannkyns ekki vera
einkamál kvenna, hún vildi líka að karlmenn fengju fræðslu, væri
hún veitt á annað borð. Þarna tókust á gjörólík sjónarmið rétt eins og
í kvennahreyfingum erlendis. Lögin voru samþykkt þrátt fyrir hörð
mótmæli og langar og margar ræður Guðrúnar.
Eins og fram kom hér að framan endurtók Katrín fyrirlestur sinn hjá
Guðspekifélaginu. Að öllum líkindum hefur hún verið í félaginu, því
fram kemur hjá Skúla Halldórssyni að sósíalistinn Katrín hafði mikla
trú á öðrum heimi. Katrín hafði útbúið sér „aðstöðu“ sem hún kallaði
kvæjann. Skúli segir svo frá: „Katrín ráðgast við kvæjann um hvað-
eina sem snertir persónuleg málefni hennar og fjölskyldunnar, en lætur
vísindalega þekkingu og eigin reynslu vísa sér veg um læknisfræðileg
efni og í pólitíkinni eru það Karl Marx og félagi Lenín sem hún hefur
að leiðarljósum.“107 Skúli segir svo frá pólitík kvenskörunganna í fjöl-
skyldunni:
Theodóra var mjög rauðleit í stjórnmálaskoðunum og þá ekki síður Katrín. En
ekki komust þær í hálfkvisti við Bauju. Theodóra gat átt að kunningjum og
vinum fólk sem var á öndverðum meiði við hana í stjórnmálum. Til dæmis var
henni einstaklega hlýtt til Ólafs Thors og sagði ævinlega, „hann Ólafur minn
Thors“. Bauja sagði hins vegar alltaf „helvítið hann Ólafur Thors“.108