Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 109

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 109
andvari AÐ ENDURSKAPA EINSTAKLING 107 Sá sem afhelgar sögupersónu sína ritar ekki æruminningu í þeirri merkingu sem hér er lögð til grundvallar. Það skal vottað að þessi fyrrum „granni“ minn á Sigurhæðum er stórum mennskari eftir lestur á bók Þórunnar en hann var fyrir. A löngum köflum verður rit Þórunnar hugmyndasögulegt og sálarfrœðilegt, einkum þegar hún fjallar um framlag sr. Matthíasar til bók- mennta og trúmála. Dramatísk spenna einkenndi ævi sr. Matthíasar á köflum, ekki síst á árunum „undir skugga Esjunnar“.36 Þó nær sagan því tæplega að geta talist „exístensíell“ œvisaga. I bókinni er sem sé unnið með fjölmörg sjónarhom á sr. Matthías sem eðlilegt er eins og lífsstarfi og lífshlaupi hans var háttað. Lætur nærri að kalla megi Upp á Sigurhœðir sagnfræðilega ævisögu með hugmyndasögulegri og sálarfræðilegri áherslu og skáldlegu ívafi. Þá er athyglisvert að meðan á sögurituninni stóð gaf Þórunn verki sínu félagslegt hlutverk sem hún leiddi af túlkun sinni á hlutverki sr. Matthíasar sjálfs á sinni tíð. Þórunn lítur svo á að sr. Matthías hafi gegnt mikilvægu hlutverki við að boða „frjálsa guðfræði þegar heimsmynd vísindanna vék heims- mynd kristninnar til hliðar“.37 Þannig tók hann þátt í að endumýja guðfræðilega umræðu á tímabili vaxandi vísindahyggju.38 Þórunn vill með verki sínu leggja sitt af mörkum til að viðhalda „trúarlegu tungumáli“ þjóðarinnar á tímum fjölhyggju. Þá vill hún að sú staðreynd að hátt í 90 prósent þjóðarinnar sé „með annan fótinn 1 kirkjunni" öðlist dýpri merkingu, þ.e. að „tilfinningaflæðið því samfara" verði meira. Telur hún með réttu að þar geti sr. Matthías verið fordæmi.39 Myndin afsr. Matthíasi Hvaða mynd blasir við af sr. Matthíasi við upphaf 21. aldar eftir útkomu bókar Þórunnar Erlu Valdimarsdóttur og í ljósi annars þess sem um hann hefur verið ritað í seinni tíð? Fyrir þorra fólks er sr. Matthías fyrst og fremst „skáldið á Sigurhæðum“, vissulega eitt helsta sálmaskáld kirkjunnar og höfundur þjóðsöngsins en einn- ig þjóðskáld í hópi með Grími Thomsen, Benedikt Gröndal og Steingrími Thorsteinsson.40 Hann orti um landið og einkum þjóðina á endurreisnartím- um sem nú eru kenndir við „þjóðbyggingu“ en með því er átt við mótun islenskrar sjálfsmyndar beggja vegna aldamótanna 1900.41 Skáldskap hans hefur verið lýst svo: I kvæðum Matthíasar Jochumssonar er einkennileg blanda af innilegri guðstrú, djúpstæðri og tilfinningalegri samúð með snauðri alþýðu og rómantískri fegurð og hyllingu á mikilmennum sögunnar. Þetta ljær honum sérstakan sess f íslenskri bókmenntasögu og má um hann segja að hann líkist fyrst og fremst sjálfum sér. Augljóst er samt af kvæðum hans og ummælum að mest hefur hann metið skáldskap sem ortur var af hita og innblæstri - og með hjartanu,42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.