Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 78

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 78
76 GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ANDVARI - sonnettuna, Heine-háttinn og dróttkvæða háttinn - notar hann til að yrkja myrk og kaldhæðnisleg Ijóð á borð við áramótaljóðið Svo rís um aldir árið hvurt um sig, ljóðaflokkinn Annes og eyjar og Að vaði liggur leiðin. Reyndar eru það ekki bara ferskeytlur sem hann notar þennan vetur til að yrkja sig í sátt við íslenska skáldskaparhefð: Vorvísur sem hann segir vera a la Jón Þorláksson hafa að geyma mikla rímdýrð í anda þessa gamla sveitunga og gömlu skáldanna yfirleitt - ekki síst Hallgríms Péturssonar. Umbúðarleysi og látleysi einkennir stökurnar um Vorið góða. Fyrra erind- ið segir frá því hvernig vorið góða grænt og hlýtt grœðir í að minnsta kosti tvöföldum skilningi: gróðursetur líf í dalnum og græðir mein vetrarins og allt verður fyrir vikið nýtt: búféð og sá sem annast það - smalinn. í seinna erindinu bætist við enn meira indæli í vísuorðunum um þrastasönginn sem er „kvikur“ og óvenju fagurt dæmi um það hvernig Jónas gat teflt saman tveim- ur skynsviðum til að gera ljóðmyndina sterkari; allt iðar bókstaflega af lífi í þessum tveimur línum: „Kveður í runni, kvakar í mó /kvikur þrastasöngur“. En þá bregður svo undarlega við að skáldið segir þrátt fyrir þetta að sig „fýsi“ að fara aftur í göngur - en í fyrri gerð kvæðisins „langar“ hann einungis. Þrösturinn góður, fuglinn trúr, sendiboðinn úr suðrinu kveður baki brotnu, en skáldið getur ekki beðið eftir haustinu; kannski af því að haustið er tími uppskeru og mannfagnaðar og glatt á hjalla í göngum og réttum - en haustið er líka sá tími þegar fuglasöngurinn kviki hljóðnar, það sem grænt var gulnar og það kólnar í veðri. Og svo tekur að dimma á ný. En sem sé: þó að vorið sé svona gott og hlýtt og allt verði þá nýtt þá er engu að síður óþol í skáldinu: það vill komast í göngur. Og göngurnar eru niðurstaðan af vorinu. Þá endar hringrás lífsins. Vísurnar eru ekki í sjálfu sér um vorið þó að því sé að sönnu lýst af mikilli alúð: þær eru um það að skáldið treystir sér ekki til að taka þátt í vorinu, er ekki hluti af gróandanum - smalinn í fyrsta erindinu sem orðinn er sem nýr - það er ekki hann. Dauðinn er enn nálægari í stökunum sem Jónas orti síðasta veturinn sinn á lífi, þann 21. desember 1844, og þar ríma líka lýsingarorðin hlýr og nýr. Þar er hlutskipti íslendingsins sem er „einn sér“ í útlöndum og á ekkert fyrir hönd- um annað en að deyja vinalaus, lýst á umbúðarlausan og nöturlegan hátt: hann á í vændum koss frá torfunni. Fyrsta vísan er í þriðju persónu og virðist lýsa almennu hlutskipti. í annarri vísu tekur fyrsta persóna við - „mér var þetta mátulegt“ - og hugsar til þriðju persónu kvenkyns. í þriðja erindi kemur strax önnur persóna eintölu - hún er ávörpuð og kvödd af hæfilega mildri ásökun („lifðu sæl við glaum og glys“) til að stinga en um leið minnt á að „ég“ yrki skemmsta daginn „í öngum mínum erlendis“ sem vísar í senn til þess að sitja daglangt við yrkingar og að fylla daginn af tilgangi og iðju, gera eitthvað úr honum. Síðasta vísan lýsir svo því sem í vændum er: „Sólin heim úr suðri snýr/ sumri lofar hlýju“. Og í framhaldinu er orðið nýr tvítekið en ekki sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.