Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 55
andvari
KATRÍN THORODDSEN
53
hann hætta störfum. Niðurstaðan varð sú að Pétur Jakobsson var skip-
aður fyrsti yfirlæknir Fæðingardeildarinnar.176
A þessu sama þingi var til umræðu að leyfa framleiðslu og sölu á
áfengu öli. Katrín var því andvíg og ræddi um hættu af að ánetjast
nautnalyfjum. Hún taldi ölið vera viðbót við þau nautnalyf sem fyrir
væru. Það mætti halda að hún hefði snúið baki við áfengi en líklegra er
að þarna hafi læknirinn talað. í ræðunni upplýsti hún eftirfarandi:
Fyrir nokkrum árum var farið að framleiða lyf sem amphetamín nefnist og
verkar örvandi eða stímulerandi á heilann og dregur m.a. úr þreytutilfinningu.
Þetta lyf var álitið hættulaust með öllu, selt lyfseðilslaust og mikið auglýst.
M.a. man ég fyrir nokkru eftir fastri auglýsingu í dönsku heimilisblaði sem
mikið er lesið hérlendis, þar sem fólk var hvatt til að hafa þetta lyf við höndina,
ef einhvern vanda eða þreytu bæri að höndum, taka það með sér í sumarfrí,
nota það fyrir próf o.s.frv. En er fram liðu stundir, kom í ljós að amphetamín
var síður en svo meinlaust, og það var bannað að afhenda það öðruvísi en eftir
lyfseðli. Hér var nýtt nautnalyf á ferðinni og margir urðu háðir því sem hlaupið
höfðu eftir auglýsingum.177
Eins og kunnugt er glíma menn enn við amfetamínið og afleiðingar
þess.
Katrín flutti aftur tillögu sína um endurskoðun á skömmtunar-
kerfinu á þinginu 1948 enda hefði framkvæmd þess vakið hneykslun
almennings, sagði hún. Ríkisstjórnin hafði þó brugðist við gagnrýni,
rýmkað bensínskammt lækna og tekið íslenskar framleiðsluvörur, t.d.
áf ull, af skömmtunarlistanum en Katrín hafði einmitt spurt hvers
vegna í ósköpunum væri verið að skammta íslenskar ullarvörur sem
nóg var til af. Einnig voru veittir sérstakir skömmtunarseðlar ef halda
þurfti afmæliskaffi og eins fengu verðandi mæður sérstakan 300 kr.
seðil til kaupa á barnafötum. Þar með voru umbæturnar upp taldar.
Katrín taldi að skömmtunarkerfinu fylgdi mikil spilling, t.d. væri
miklu smyglað í gegnum Keflavíkurflugvöll og vörur seldar á upp-
sprengdu verði. Skömmtunin væri að leiða til aukins stéttamunar sem
meðal annars væri farinn að sjást í klæðaburði fólks. Gallarnir voru
margir, m.a. nefndi Katrín hve fáránlegt það væri að greina ekki á
milli barna og fullorðinna. Fólk væri að fá kaffi út á skömmtunarmiða
ungbarna meðan ýmislegt sem þau þyrftu á að halda væri ófáanlegt.178
Skömmtunarkerfið lifði langt fram yfir daga Katrínar á þingi.
__ Sú saga er sögð af Katrínu að dag einn hafi hún farið á stúfana til að
na sér í áfengi. Henni var tjáð að konur fengju helmingi minna magn