Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 25
ANDVARI
KATRÍN THORODDSEN
23
setti einnig svip sinn á kaffihúsalífið. Þegar beðið var um kaffi, fékk maður
einn kaffibolla í skál, einn sykurmola og örlítið brauð. Mér fannst það mikil
viðbrigði, þegar ég fór með ferjunni til Kaupmannahafnar, að fram var borið
með kaffinu heilt sykurkar og full rjómakanna.51
Veturinn sem Katrín var í Berlín kom Sigurður bróðir hennar í heimsókn.
Það kom reyndar ekki til af góðu. Þannig var að þegar Katrín fór frá
Danmörku til Þýskalands bað hún Bolla og Sigurð að geyma fyrir sig
1500 danskar krónur. Þeir máttu þó grípa til þeirra ef í nauðirnar ræki.
Það var þröngt í búi hjá íslenskum stúdentum á Hafnarslóð. Þetta var
löngu fyrir daga námslána og því gekk á sjóðinn. Þá gerðist það að Níels
Dungal læknir kom við í Höfn á leið til Þýskalands með þau skilaboð
að hann ætti að færa Katrínu peningana. Sigurður sagði honum hvernig
komið var en Níels krafðist þess að hann kæmi með sér til Berlínar og
gerði hreint fyrir sínum dyrum. Segir Sigurður að það hafi bara haft
aukinn kostnað í för með sér fyrir Katrínu. Sigurður dvaldi hjá henni í
góðu yfirlæti í viku, hún gaf honum að borða, fataði hann upp og sagði
honum að gleyma peningunum. Að sögn Sigurðar kostuðu fötin sem
Katrín keypti á hann 25 milljónir marka sem er til marks um þá miklu
verðbólgu sem geisaði í Þýskalandi um það bil sem hann heimsótti
Katrínu. Loks borgaði hún farið fyrir hann til Kaupmannahafnar.52
Þessi saga segir mikið um skaplyndi og góðmennsku Katrínar og hve
vænt henni þótti um bróður sinn námsmanninn.
A þessum árum voru konur komnar með kosningarétt í mörgum
löndum Evrópu og sífellt fleiri konur öfluðu sér menntunar og fóru út
á vinnumarkaðinn. „Nýja konan“, frjálsa konan, konan sem félagi karl-
mannsins varð um sinn ríkjandi hugmynd meðal þeirra sem vildu skapa
heim þar sem konur stæðu jafnt að vígi og karlar. Konur klipptu hár
sitt, gengu í stuttum kjólum og jafnvel buxum. í hugmyndinni um nýju
konuna fólst meðal annars krafa um frelsi í kynferðismálum.53
Arið 1925 skrifaði Halldór Laxness greinina Drengjakollurinn og
íslenska konan en þar er að finna skilning hans á nýju konunni en
hann var einnig að blanda sér í umræður á íslandi um hlutverk kvenna.
Halldór hafði þá dvalið um sinn í Evrópu og fylgst með umræðum þar
eins og glöggt má sjá í Vefaranum miklafrá Kasmír.54 I greininni segir
Halldór:
Hinu neitar nútímakonan, að hún keppist eftir að líkjast manninum, verða
einskonar nrisskapaður tvífari hans; hún neitar því jafnkröftuglega og hinu,