Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2007, Page 25

Andvari - 01.01.2007, Page 25
ANDVARI KATRÍN THORODDSEN 23 setti einnig svip sinn á kaffihúsalífið. Þegar beðið var um kaffi, fékk maður einn kaffibolla í skál, einn sykurmola og örlítið brauð. Mér fannst það mikil viðbrigði, þegar ég fór með ferjunni til Kaupmannahafnar, að fram var borið með kaffinu heilt sykurkar og full rjómakanna.51 Veturinn sem Katrín var í Berlín kom Sigurður bróðir hennar í heimsókn. Það kom reyndar ekki til af góðu. Þannig var að þegar Katrín fór frá Danmörku til Þýskalands bað hún Bolla og Sigurð að geyma fyrir sig 1500 danskar krónur. Þeir máttu þó grípa til þeirra ef í nauðirnar ræki. Það var þröngt í búi hjá íslenskum stúdentum á Hafnarslóð. Þetta var löngu fyrir daga námslána og því gekk á sjóðinn. Þá gerðist það að Níels Dungal læknir kom við í Höfn á leið til Þýskalands með þau skilaboð að hann ætti að færa Katrínu peningana. Sigurður sagði honum hvernig komið var en Níels krafðist þess að hann kæmi með sér til Berlínar og gerði hreint fyrir sínum dyrum. Segir Sigurður að það hafi bara haft aukinn kostnað í för með sér fyrir Katrínu. Sigurður dvaldi hjá henni í góðu yfirlæti í viku, hún gaf honum að borða, fataði hann upp og sagði honum að gleyma peningunum. Að sögn Sigurðar kostuðu fötin sem Katrín keypti á hann 25 milljónir marka sem er til marks um þá miklu verðbólgu sem geisaði í Þýskalandi um það bil sem hann heimsótti Katrínu. Loks borgaði hún farið fyrir hann til Kaupmannahafnar.52 Þessi saga segir mikið um skaplyndi og góðmennsku Katrínar og hve vænt henni þótti um bróður sinn námsmanninn. A þessum árum voru konur komnar með kosningarétt í mörgum löndum Evrópu og sífellt fleiri konur öfluðu sér menntunar og fóru út á vinnumarkaðinn. „Nýja konan“, frjálsa konan, konan sem félagi karl- mannsins varð um sinn ríkjandi hugmynd meðal þeirra sem vildu skapa heim þar sem konur stæðu jafnt að vígi og karlar. Konur klipptu hár sitt, gengu í stuttum kjólum og jafnvel buxum. í hugmyndinni um nýju konuna fólst meðal annars krafa um frelsi í kynferðismálum.53 Arið 1925 skrifaði Halldór Laxness greinina Drengjakollurinn og íslenska konan en þar er að finna skilning hans á nýju konunni en hann var einnig að blanda sér í umræður á íslandi um hlutverk kvenna. Halldór hafði þá dvalið um sinn í Evrópu og fylgst með umræðum þar eins og glöggt má sjá í Vefaranum miklafrá Kasmír.54 I greininni segir Halldór: Hinu neitar nútímakonan, að hún keppist eftir að líkjast manninum, verða einskonar nrisskapaður tvífari hans; hún neitar því jafnkröftuglega og hinu,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.