Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 134

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 134
132 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI Coleridge og „ótal önnur [...] sem venja er að telja til annars og þriðja flokks“, og fullyrðingu hans um að þau séu „kvenleg og slöpp“ (kvindelige og svagere Digteré) og geti einungis klætt hið fyrirfram gefna í myndir og ljóð en ekki skapað af eigin sjálfi einhverja endanlega heild (1843: 111-112). Þessi ummæli sýna svo ekki verður um villst að Grímur kokgleypti ekki gagnrýnislaust viðteknar skoðanir á skáldum heldur mat þau út frá eigin viðmiðunum sem að vísu byggðust á kenningum erlendra heimspekinga og fagurfræðinga. Ekki síst var Hegel í miklum metum hjá honum þegar hann skrifaði um franska nútímaskáldskapinn þótt hann tæki jafnframt mið af ævisögulegri aðferð Frakkans Charles Augustin Sainte-Beuves (sbr. 1843: lxiv) sem í skáldamyndum sínum leitaðist við að skýra bókmenntir út frá sálfræðilegum einkennum höfundanna, skapgerð þeirra, uppruna, umhverfi og utanaðkomandi áhrifum. Þá má einnig greina áhrif frá enska höfundinum William Hazlitt sem í bókmenntafræðiskrifum sínum lagði mikla áherslu á tíðarandann (The Spirit of the Age) sem mótunarafl sérhvers höfundar. Með slíkar hugmyndir að leiðarljósi greindi Grímur einnig skáldskap Bjarna Thorarensens árið 1845 og síðar urðu þær lykilatriði í ritgerð hans um Byron lávarð þar sem mest áhersla er lögð á lífshlaup skáldsins og það síðan notað til að varpa ljósi á bókmenntaverk hans. Þegar dómar Gríms um einstök samtímaskáld eru hafðir í huga vekur athygli hve ógagnrýninn Kristján Jóhann Jónsson er þegar bókmenntasöguleg hugtök á borð við „rómantík“ eiga í hlut, t.d. þegar hann skrifar: „Grímur ber saman fagurfræði klassisista og rómantíkera þeim síðarnefndu í vil“ (97). Slík fullyrðing stangast ekki aðeins á við það sjónarmið Gríms, sem á raunar uppruna sinn hjá Hegel og öðrum söguspekingum aldarinnar, að hver tími og hvert menningarsamfélag hafi sínar eigin fagurfræðilegu viðmiðanir og því beri að hafna öllum alhæfingum í þessum efnum, heldur rímar hún líka illa við áðurnefnda gagnrýni Gríms á þeim Wordsworth og Coleridge, a.m.k. ef mark er tekið á því áliti Kristjáns að þeir séu helstu ljóðskáld „rómantísku stefnunnar á Englandi“ (256 og 265). í stað þess að skoða heildarmyndina, reyna að afmarka þá fjölmörgu strauma sem einkenna bókmenntir 19. aldar og greina ólík blæbrigði þeirra, allt eftir löndum, tímabilum eða skáldahópum er allt merkt einum og sama miðanum og m.a. talað um „evrópska rómantík“ (68), „rómantíska tímabil- ið“, „fullgilda rómantíska höfunda“ (83) og „fagurfræði ... rómantíkera“ (97). Hvergi er hins vegar tíundað hvað við sé átt né heldur skýrt hvað felist í þeirri fullyrðingu, sem ekki verður dregin í efa, að notkun Gríms á hugtakinu „rómantík“ byggi „augljóslega á annarri skilgreiningu en þeirri sem lögð er til grundvallar í nútíma bókmenntafræði“ (149). Fyrir vikið verður umfjöll- unin á köflum fremur óljós og mótsagnarkennd. Hér má finna verulega að því að Kristján virðist ekki hafa kynnt sér ýmis grundvallarrit sem varða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.