Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 75

Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 75
andvari HÁBRAGUR OG LÁGBRAGUR 73 og rímnahefðar, samhengið í íslenskum bókmenntum - og þar notar skáldið formið sem ella fer í að segja sögu eða mæra konung (nema hvort tveggja sé) til þess að segja eitthvað frá eigin brjósti; tjá hug sinn. Oft er um að ræða náttúrulýsingu sem ofið er saman við sálarlífslýsingu; náttúran endurspeglar sálarástand; og stundum er látið nægja að lýsa fyrirbærum náttúrunnar. Ort er um ástir og örlög, gleði og harm, æsku, elli, vonir, missi, girnd, öfund, afbrýði, óréttlæti, Guð og Skrattann, brennivín, hesta, basl, hlutskipti... lausavísan getur verið heimspekileg athugasemd um lögmálin sem ríkja í mannlífinu og hún getur líka haft að geyma mynd sem bregður ljósi á slík lög- mál. í stuttu máli: lausavísan hefur um aldir verið einn helsti vettvangurinn fyrir íslenska hugsun. Og hún er í samþjöppun sinni og kröfu um nákvæmni í orðavali fyrirboði nútímaljóðlistar, og hafði án efa sín áhrif á hin öguðu atómskáld um miðbik 20. aldar, rétt eins og frænka hennar í Japan, hækan, hefur allt frá dögum ímagistanna verið vestrænum skáldum fyrirmynd um beittar myndir. I lausavísum - alveg frá dögum Egils og Kormáks - segir skáldið sem sé hug sinn, felur það í hendingum sem það myndi ef til vill láta ósagt ella: lausavísan er í eðli sínu nokkurs konar játning, þótt misjafnlega „hreinskilin og opinská“ sé. Sigurður Breiðfjörð var meistari lausavísunnar. Vísur hans eru léttar og Ijóðrænar, fullar af náttúruyndi, erótík og lífsgleði. Þar er birta og sól, blíðleg- ar ástir og lífsgleði. Þær eru myndvísar með afbrigðum og renna eins og mælt mál. í þessu var Sigurður einn af mörgum - vísnagerðin var þá og hefur verið æ síðan lifandi hefð, stunduð af fjöldanum, og meðal samtíðarmanna þeirra Jónasar voru aðrir snillingar í meðferð þessa forms á borð við Skáld-Rósu og Bólu-Hjálmar. Og meðal eftirmanna þeirra má nefna Þorstein Erlingsson og Pál Ólafsson sem báðir náðu tökum á þeirri léttleikandi ljóðrænu sem einkennir stökur Sigurðar Breiðfjörð auk þess sem Páll átti sérstaklega létt með að tjá hug sinn í vísu, hafði sinn tón og orti mjög persónulega. Jónas orti töluvert undir rímnaháttum en fæst af því er merkilegur skáldskap- ur, og virðist raunar ætlað að vera ómerkilegur skáldskapur. Flestum lausavís- um Jónasar má skipta í tvo flokka: þar sem hann gerir grín að sjálfu forminu - nokkurs konar metapóesía - og þar sem hann gerir grín að einhverjum ein- staklingum, notar svo að segja þetta hallærislega ljóðform til að henda gaman að einhverjum vinum sínum. A þessu eru að vísu nokkrar undantekningar, eins og til að mynda veðurvísur hans sem í hvorugan flokkinn falla - nema hann sé að gera grín að veðrinu þar. Hvor tveggja flokkurinn vitnar um að honum hefur þótt lítið til sjálfs formsins koma: séu sonnetta, elegía, ljóðahátt- ur og tersína hábragur í vitund hans þá eru rímnahættirnir lágbragur. Jónas notaði ferskeytlur stundum í kunningjaskens á borð við þessa vísu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.