Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 85
andvari
JÓNAS OG JENA
83
Sé spurt um stefnur og strauma, vísar Ævintýrið af Eggerti Glóa bæði
aftur á bak og áfram. Vert er að taka það fram, að í lok átjándu aldar var
ævintýrið ekki nýtt af nálinni sem bókmenntaform. Frumleiki Tiecks fólst
hins vegar í að gefa tilteknum eiginleikum mannlegrar reynslu rými innan
þess, þeim eiginleikum sem upplýsingin hafði annaðhvort vanrækt eða ýtt
til hliðar.19 Ævintýrið var bókmenntaformið sem gerði Tieck kleift að halda
á loft mannlegum eiginleikum eins og draumum, ímyndunaraflinu, skynjun
á hinu goðsögulega og tilfinningunni fyrir hinu yfirnáttúrlega, þáttum sem
seinna voru taldir lýsandi fyrir rómantísku stefnuna. Með því að ferja ævin-
týrið inn í hjarta þýskrar rómantíkur er Tieck sömuleiðis sagður hafa skapað
vettvang fyrir þær fjölmörgu spurningar sem vakna, vilji einhver gera tilraun
um raunveruleika manneskjunnar.20
Eins og skynja má í Ævintýrinu af Eggerti Glóa hikar Tieck ekki við að
blanda saman víddum hversdags og hins yfirnáttúrlega, með þeim hætti að
hið yfirnáttúrlega er kynnt til sögunnar sem eðlilegur hluti af raunveruleika
°g hversdagslífi persóna. Aðalpersónurnar eru það sem við köllum venjulegt
fólk. Kringumstæður þeirra eru einnig hversdagslegar, eða allt til að þær
finna sig í aðstæðum sem sprengja af sér viðtekna hugmynd þeirra um
raunveruleikann. Til þess þurfa persónurnar að vilja brjótast út úr kæfandi
kringumstæðum, inn í stærri veröld, og láta berast með óútskýrðum öflum út
á víðavang tilvistarinnar. Þegar þangað er komið verður reynslan þeim nánast
undantekningalaust um megn.21 Berskjaldaðar frammi fyrir eigin tilvist missa
þær jafnvægið, líkt og skynjun þeirra á eigin lífi verði þeim að fjörtjóni. Það
eru einungis aukapersónur ævintýra Tiecks sem fá lifað óáreittar. Heimurinn
er þeim eftir sem áður lokuð bók, eða staður sem þær misskilja.22 Allt er þetta
eftir höfði Tiecks sem leit svo á að ekkert tæki ævintýrinu fram í að draga upp
1T|ynd af rómantískum heimi.23 Það er vegna þess að ævintýrið kastar hulunni
af óravíddum mannlegrar tilvistar og þar með hversdagslífinu, séð frá sjónar-
hóli rómantíkur.
Úti er œvintýr — íslenski þátturinn
Eins og minnst hefur verið á, kom ævintýrið út á íslensku í fyrsta árgangi
Fjölnis árið 1835. Viðtökurnar á íslandi voru blendnar. Fæstir tengdu það við
raunveruleika manneskjunnar eða hugleiddu hvernig ævintýrið getur varpað
hulunni af sjálfum hversdagsleikanum. Hugmyndin um að ævintýri spretti úr
þekktum jarðvegi og skauti náttúrunnar, að þau séu perlur úr djúpi hversdags-
hfsins, hefur virst framandi á sögueynni - og er kannski enn. Eins og lesa má
um í öðrum árgangi Fjölnis árið 1836, var talað um skröksögu og að slíkt efni
v$ri til lítils gagns fyrir flesta íslendinga: