Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2007, Side 85

Andvari - 01.01.2007, Side 85
andvari JÓNAS OG JENA 83 Sé spurt um stefnur og strauma, vísar Ævintýrið af Eggerti Glóa bæði aftur á bak og áfram. Vert er að taka það fram, að í lok átjándu aldar var ævintýrið ekki nýtt af nálinni sem bókmenntaform. Frumleiki Tiecks fólst hins vegar í að gefa tilteknum eiginleikum mannlegrar reynslu rými innan þess, þeim eiginleikum sem upplýsingin hafði annaðhvort vanrækt eða ýtt til hliðar.19 Ævintýrið var bókmenntaformið sem gerði Tieck kleift að halda á loft mannlegum eiginleikum eins og draumum, ímyndunaraflinu, skynjun á hinu goðsögulega og tilfinningunni fyrir hinu yfirnáttúrlega, þáttum sem seinna voru taldir lýsandi fyrir rómantísku stefnuna. Með því að ferja ævin- týrið inn í hjarta þýskrar rómantíkur er Tieck sömuleiðis sagður hafa skapað vettvang fyrir þær fjölmörgu spurningar sem vakna, vilji einhver gera tilraun um raunveruleika manneskjunnar.20 Eins og skynja má í Ævintýrinu af Eggerti Glóa hikar Tieck ekki við að blanda saman víddum hversdags og hins yfirnáttúrlega, með þeim hætti að hið yfirnáttúrlega er kynnt til sögunnar sem eðlilegur hluti af raunveruleika °g hversdagslífi persóna. Aðalpersónurnar eru það sem við köllum venjulegt fólk. Kringumstæður þeirra eru einnig hversdagslegar, eða allt til að þær finna sig í aðstæðum sem sprengja af sér viðtekna hugmynd þeirra um raunveruleikann. Til þess þurfa persónurnar að vilja brjótast út úr kæfandi kringumstæðum, inn í stærri veröld, og láta berast með óútskýrðum öflum út á víðavang tilvistarinnar. Þegar þangað er komið verður reynslan þeim nánast undantekningalaust um megn.21 Berskjaldaðar frammi fyrir eigin tilvist missa þær jafnvægið, líkt og skynjun þeirra á eigin lífi verði þeim að fjörtjóni. Það eru einungis aukapersónur ævintýra Tiecks sem fá lifað óáreittar. Heimurinn er þeim eftir sem áður lokuð bók, eða staður sem þær misskilja.22 Allt er þetta eftir höfði Tiecks sem leit svo á að ekkert tæki ævintýrinu fram í að draga upp 1T|ynd af rómantískum heimi.23 Það er vegna þess að ævintýrið kastar hulunni af óravíddum mannlegrar tilvistar og þar með hversdagslífinu, séð frá sjónar- hóli rómantíkur. Úti er œvintýr — íslenski þátturinn Eins og minnst hefur verið á, kom ævintýrið út á íslensku í fyrsta árgangi Fjölnis árið 1835. Viðtökurnar á íslandi voru blendnar. Fæstir tengdu það við raunveruleika manneskjunnar eða hugleiddu hvernig ævintýrið getur varpað hulunni af sjálfum hversdagsleikanum. Hugmyndin um að ævintýri spretti úr þekktum jarðvegi og skauti náttúrunnar, að þau séu perlur úr djúpi hversdags- hfsins, hefur virst framandi á sögueynni - og er kannski enn. Eins og lesa má um í öðrum árgangi Fjölnis árið 1836, var talað um skröksögu og að slíkt efni v$ri til lítils gagns fyrir flesta íslendinga:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.