Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 93
PÁLL BJARNASON
Borðsálmur Jónasar og
Drykkjuvísa Heibergs
Borðsálmur Jónasar Hallgrímssonar, „Það er svo margt, ef að er gáð, sem
um er þörf að ræða“, er meðal kunnustu kvæða hans. Tildrög Borðsálms
eru þau að þegar skólafélagi Jónasar, Þorgeir Guðmundsson, gerðist prestur
u Lálandi vorið 1839, héldu vinir hans honum kveðjusamsæti og Jónas tók að
sér að yrkja kvæði til að syngja þar. Hann var þá þegar kunnur sem gott skáld
°g hafði áður tekið að sér að yrkja við svipuð tækifæri með miklum ágætum.
þessu sinni dró hann ekki af sér heldur orti þrjú kvæði sem voru sungin
\ samsætinu og hafa öll lifað góðu lífi fram á þennan dag. Það eru Kveðja
Islendinga til sr. Þorgeirs Guðmundssonar („Nú er vetur úr bæ“), íslands
minni („Þið þekkið fold með blíðri brá“) og Borðsálmurinn. Síðastnefnda
kvæðið er sérstakt að því leyti að það er gamansamt, en hvorki hátíðlegt
®hjarðarljóð né tregafullt kveðjuljóð eins og tilhlýðilegt þótti á skilnaðar-
stundu.
Johan Ludvig Heiberg, sá þekkti áhrifamaður í dönsku leikhúslífi, hóf á 3.
aratug 19. aldar að semja leikrit af því tagi sem Danir nefndu upp á frönsku,
vaudeville. Þetta voru alþýðleg gamanleikrit með söngvum og nutu þau mik-
*Pa vinsælda. Eitt af fyrstu leikritum Heibergs af þessu tagi nefndist Kong
Salomon og J0rgen Hattemager og var frumsýnt í Kaupmannahöfn árið 1825.
Þar er meðal annars sungið kvæði sem nefnt hefur verið Drikkevise, og verður
ekki betur séð en þar sé fyrirmyndin að Borðsálmi Jónasar. Forvitnilegt er því
að bera þessi kvæði saman.1
I leikriti Heibergs segir frá miklu uppnámi sem verður í smábænum Korspr
Þegar kvisast út að þangað sé kominn forríkur og frægur barón frá Frankfurt,
Salomon Goldkalb (Gullkálfur) að nafni. Það var þó á misskilningi byggt,
þarna var á ferð gyðingur af lágum stigum frá Hamborg, nafni barónsins.
1 fyrstu botnar gyðingurinn ekki í því hvers vegna allir bugta sig og beygja
ryrir honum, en þegar hann kemst að misskilningnurn þorir hann ekki annað
en leika hlutverkið til enda. Fyrirfólkið í bænum heldur honum samkvæmi
ug þar er „Drykkjuvísan“ sungin. Kvæðið fjallar um það að gestir spyrja
‘úomon spjörunum úr um ýmislegt sem ofarlega var á baugi í heimsmálum