Andvari - 01.01.2007, Blaðsíða 73
andvari
HÁBRAGUR OG LÁGBRAGUR
71
sonnettu innleiddi hann og tersínu, ottövu, elegískan hátt og spænska róm-
önsu - redondillu og tríólet - að ógleymdum Heine-hættinum.5
I fyrrgreindum ritdómi um Rímur af Tistrani og Indíönu má sjá vísbending-
ar um það hvernig hann telur að góður skáldskapur eigi að vera. Þegar hann
kvartar yfir meðferð skáldsins á efninu - sem hann segir raunar ómerkilegt
(„eínhvur ligasaga“) - tekur hann fram að einu megi gilda hvort sagan sé
sönn eður ei ef hún væri „falleg á annað borð“ og heldur áfram: „ef hún lísti
eínhvurju eptirtektarverðu úr mannlegu lífi eins og það er eða gjæti verið, og
síndi lesandanum sálir þeirra manna, sem hún talar um, og ljeti það vera þess-
konar sálir, sem til nokkurs væri að þekkja“ ('Jónas Hallgrímsson 1837, bls
20). Hann virðist fremur ósnortinn af hinum ógæfusamlegu 14. aldar ástum
sem greinir frá í sögunni, sem kemur illa heim og saman við þá mynd sem
við höfum gert okkur af Jónasi sem sérlega rómantísku skáldi: miðaldaástir
í meinum hefðu vissulega hrifið rómantískari mann. Hann virðist hins vegar
gera fagurfræðilegar kröfur til rímnanna sem væru þær epískur og raun-
sæislegur skáldskapur; hafi til að bera sálfræðilega dýpt í lýsingum persóna
sem skuli eiga sér innra líf og að sálarlýsingarnar séu annaðhvort þekkjanleg-
ar eða einkennilegar, en ekki staðlaðar, eins og einkenndi svo mjög rímurnar
- og standist gagnrýna skoðun. Eftir að hafa rakið efnið í rímunum, sem
vissulega er með miklum ævintýrabrag, segir Jónas að skáldin eigi í útlegg-
ingu sinni einmitt að breyta sögunni á marga vegu, „búa til viðburði sjálfir,
og skapa hið innra líf þeirra manna er sagan nefnir, til að koma sem beztri
skipan á efnið, og gjeta síðan leítt það í ljós í fagurlegri og algjörðri mind; ella
verða rímurnar tómar rímur, en aldrei neítt listaverk“ (Jónas Hallgrímsson
1837, bls. 22).
Skortur á sálfræðilegri dýpt og sveigjanleika í persónusköpun og andleysi
í atburðalýsingum er þó eícki meginljóður á ráði Sigurðar Breiðfjörð sem
skálds að mati Jónasar heldur leggur hann mestallan ritdóm sinn undir það
að sýna fram á það hversu sjálfri tæknilegri hlið skáldskaparins sé ábótavant
hjá Sigurði. Að vísu segist hann ekki hafa fundið braglýti á rímunum - þær
„smella töluvert í munni“ viðurkennir hann eins og hálf nauðugur - en þegar
kemur að sjálfu skáldamálinu þá er „allt látið fjúka, sem heímskum manni
gjetur dottið í hug“. Þetta rekur Jónas í löngu máli - málleysur og bögumæli,
hortitti og kenningarnar sem hann segir „sumar so óviðfeldnar og voðalegar
nieðferðar, að hvur maður ætti að vara sig á, að nefna þær, so hann brjóti ekkji
ur sjer tennurnar í slíku hraungríti“ (Jónas Hallgrímsson 1837, bls. 26).
Það eru sem sé einkum þunglamalegar umorðanir og kenningar á borð
við það að kalla skáldskaparmjöðinn „boðnar keitu“ sem verða Jónasi að
skotspæni. Og óneitanlega virðist manni sem sú „sólfagra mey“ Hulda „sem
hyggir hamrabýlin háu“ í Hulduljóðum sé öllu þekkilegri skáldskapargyðja en
su „greina Skögul“ sem Jónas segir í dómi sínum að Breiðfjörð ákalli.6