Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1956, Side 8

Andvari - 01.01.1956, Side 8
4 Guðmundur Gíslason Hagalín ANDVARI þeir af fátækt sinni til samtaka um viðskipti, og niður í frosna jörð fellivetra skaut vilji þeirra þeim rótum, sem upp af uxu sprotar svo hertir í nepju neyðar og hríðum umkomuleysis, að þó að þeir væru seinsprottnir og kræklóttir, reyndist þeim langs lífs auðið í þessu landi. Á fyrri hluta 19. aldar átti sér stað vestur við Breiðafjörð mikil og víðtæk menningarleg blómgun. Á síðasta fjórðungi aldar- innar hófst á öðru landshomi, norður í Þingeyjarsýslu, menn- ingarleg og þjóðfélagsleg vakning, sem dró að sér athygli þjóðar- innar allrar. Þar kreppti skór harðærisins einna tillinnanlegast að fæti, og þaðan hófust miklir mannflutningar til Vesturheims. En á öðru leitinu vom svo þarna menn, sem sátu ekki kyrrir í kölnum heimahögum fyrir þær sakir, að þá skorti þrek og framtak til umskipta, heldur af því, að þeir vöknuðu til þeirrar manndómsreisnar að mæta erfiðleikunum af hendi náttúruafla og ills viðskiptalegs og stjórnarfarslegs aðbúnaðar með aðgerðum, er veittu hvort tveggja í senn: aukna framvindu til nrenningar og velmegunar og meira þol og getu til viðnáms. Yfirvald Þingeyinga var á þessurn árum sá maður, sem hæst bar á vettvangi frelsisbaráttunnar, hinn skapmikli mælskumaður og þingskörungur Benedikt Sveinsson á Idéðinshöfða á Tjör- nesi, og Þingeyingar áttu í þennan tíma tvo þjóðmálamenn í bændastétt, sem þóttu bera af flestum stéttarbræðrum sínum um vitsmuni, þekkingu og virðuleik, þar sem voru þeir Einar Ás- mundsson í Nesi og Jón Sigurðsson á Gautlöndum. Þama var stofnað Þjóðliðið, sem mönnum víða um land fannst ærið nýstár- legt og mörgum þótti bera vitni um oflæti og jafnvel nokkurn vindbelging, en var þó óvenjulegt fyrirbrigði að reisn, stórhug og dirfsku. Og þarna fór það saman, að fátækir bændur bundust órofa samtökum til viðskiptalegra bjargráða og öðluðust slíkan skilning á því, að mennt er nráttur, að þeir stofnuðu með sér félag til kaupa á erlendum ritum um félagsmál, tímaritum um menningarmál og bókmenntir og skáldritum norrænna öndvegis- höfunda, skrifuðu í sveitarblöð um stjórnmál, viðskiptamál, trú-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.