Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1956, Síða 11

Andvari - 01.01.1956, Síða 11
andvari Bcnedikt Sveinsson 7 dóttur. Hún var þar nokkur ár í vist um og eftir tvítugt. Síðan réðst hún til utanfarar með tilstyrk föðurbræðra sinna, Kristjáns amtmanns og Benedikts prófasts í Múla. Hún dvaldist í Kaup- mannahöfn í tvö ár, nam þar ljósmæðrafræði og kynnti sér einnig, einkum síðari veturinn, meðferð mjólkur, ostagerð og smjörgerð, sem þá hafði tekið miklum framförum með Dönum. Þegar heim kom, settist Kristjana að á Akureyri, fékk þar veitingu fyrir ljós- móðurstarfi. Því mun hún hafa gegnt í þrjú ár, en hinn 5. júní 1875 giftist hún Sveini Víking. Þau dvöldu sumarlangt á Bangastöðum í Kelduhverli, en þar bjó í þann tírna Björn bróðir Sveins. Um haustið settust þau að í Húsavík í svokölluðu Stangarbakkahúsi. Höfðu þau þar greiðasölu, og Sveinn stundaði iðn sína. Skömmu síðar keyptu þau hús það, sem nefnt var sýslumannshúsið. Það hafði verið í eigu Lárusar sýslumanns Sveinbjömssonar, hafði verið reist árið 1843 af Sigfúsi sýslumanni Skúlasyni, var stórt á þeirra tíma vísu, vel viðað og vandað. Þarna bjuggu þau til æviloka Sveinn °g Kristjana. Sveini Víking var þannig lýst í Fréttum frá íslandi í Skírni um árið 1894, en þá var hann nýlátinn: „Hann var þrekmaður °g sjálfstæður í skoðunum sínum, drengur góður og trygglyndur, fróður um margt og bókamaður. í trúarefnum hneigðist hann uokkuð að skoðunum andsjáenda" (þ. e. andatrúarmanna). Þarna má bæta því við, að hann þótti mjög skemmtilegur í viðræðum, var orðheppinn og hafði yndi af að ræða almenn mál. Frú Kristjana var mjög vel greind og vel að sér til munns og handa, dugleg, kappsöm og hagsýn, en þó risnukona mikil, nærfærin við gesti og notaleg um viÖurgerning og aðhlynningu. Auk Bene- dikts áttu þau Sveinn og Kristjana tvo syni, sem upp komust. Þeir urðu háðir merkir menn og mörgum kunnir. Það voru þeir Baldur Sveinsson, lengstum blaðamaður og ritstjóri, og Þórður Sveinsson, um hríð stórkaupmaður, en síðar aðalbókari Búnaðar- bankans. Þeir þóttu mannkostamenn með afbrigðum. Uppeldis- dóttir Sveins og Kristjönu var Fjóla, dóttir Stefáns Erlendssonar,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.