Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1956, Side 16

Andvari - 01.01.1956, Side 16
12 Guðmundur Gíslason Hagalín andvahi aS íslenzk sérmál skyldu borin fram í ríkisráði Dana. Var það og grundvallarskoðun þeirra Benedikts, að örugg undirstaða vel- gengni og velfamaðar íslendinga hlyti að vera sú, að þeir heimtu úr höndum Dana rétt sinn til fullra umráða yfir öllum sínum málum. Ef íslendingar lytu að öðru og minna, mundi dönsk þröngsýni og þekkingarleysi ávallt verða þrándur í götu íslenzks framtaks og danskir hagsmunir verða látnir sitja í fyrirrúmi um úrslit höfuðmála, þar sem því yrði á annað borð við komið. Benedikt Sveinsson hafði í föðurgarði fengið mikinn áhuga á réttindamálum þjóðar sinnar, lært að líta upp til skömngsins nafna síns og bundið trúnað við stefnu hans. Þegar tók að sker- ast í odda með Valtýingum og andstæðingum þeirra, er höfðu í fylkingarbrjósti feðgana frá Héðinshöfða, hitnaði Benedikt vngra mjög í hamsi. Hann gerðist brátt í Latínuskólanum forystumað- ur um fylgi skólapilta við stefnu hins aldna foringja og um and- blástur gegn Valtýskunni. Þá er hann hafði veriÖ í skólanum tvo vetur, talaði hann í fyrsta skipti á opinberum fundi. Sá fundur var haldinn úti á Seltjarnarnesi að tilhlutan Benedikts sýslumanns. Á þessum árum vann og Benedikt yngri að útgáfu Dagskrár með Einari Benediktssyni og ritaði greinar í blaðið. Benedikt hafði snemma dáð Einar, og nú leiddi samstarf þeirra til vináttu, sem hélzt ævilangt. Benedikt þótti ávallt mikið til koma frábærra gáfna Einars, og hann hafði mjög miklar mætur á hinum stórbrotna skáldskap hans. Var Benedikt einn þeirra manna, sem reyndust skáldinu bezt, þá er halla tók undan fæti, og það var 1 frásögur fært, að Einar Benediktsson, sem var harla ómildur í dómum sínum um samtíðarmenn, lét aldrei eitt styggð- arj'rði falla í garð Benedikts Sveinssonar. Þegar Benedikt var í Latínuskólanum, var þar mjög róstu- samt. Sama haustið og Benedikt settist í fyrsta bekk, tók dr. Björn Magnússon Ólsen við skólastjórn. Hann var stórmerkur vísindamaður og góður kennari, en reyndist mjög ólaginn skóla- stjóri. Honum féll afar illa stjórnmálastarfsemi skólapilta, enda fóru ekki saman skoðanir hans og flestra þeirra í þeim efnum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.