Andvari - 01.01.1956, Side 17
andvari
Benedikt Sveinsson
13
Þegar Benedikt Sveinsson var í Ijórða bekk, stóðu fjórðubekk-
Jngar í sífelldum deilum við rektor. Voru tveir góðvinir Benedikts
reknir úr skóla, en eftir mikla rekistefnu var öðrum þeirra veitt
skólavist á ný. Deilumar við rektor og framkoma hans gagnvart
skólapiltum munu hafa átt mikinn þátt í því, að Benedikt kom
ekki í skólann eftir ljórðabekkjarpróf, en las tvo síðustu bekkina
utanskóla — norður í Húsavík. Stúdentspróf tók hann vorið 1901,
var illa undir það búinn og náði aðeins 3. einkunn. Sjálfur vildi
hann hætta við prófið, en lét tilleiðast að halda áfram fyrir
aeggjan vina sinna.
Til þess að námsmenn gætu notið Garðstyrks í Kaupnranna-
höfn var kraiizt sem lágmarks 2. einkunnar á stúdentsprófi. Bene-
dikt átti þess því engan kost að sigla til Hafnar og stunda þar
háskólanám í íslenzkum fræðum, sem ætla má að hugur hans
kafi staðið til. Og hér á landi var ekki um að ræða annað fram-
haldsnám en læknisfræði og guðfræði.
Fyrsta veturinn eftir stúdentspróf kenndi Benedikt íslenzku í
hamaskóla Reykjavíkur í forföllum eins hinna föstu kennara.
Ólafur Thors fyrrverandi forsætisráðherra var þá einn af nem-
endum Benedikts. í eftirmælum eftir hann lýsir Ólafur honum
sem skörulegum og skemmtilegum kennara. „Fæstir okkar drengj-
anna voru sérlega námfúsir, en við lærðum flestir mikið í móður-
málinu á stuttum tíma,“ segir Ólafur.
Jafnframt kennslunni hlýddi Benedikt á fyrirlestra í for-
sPjaI]svísindum í Prestaskólanum, varð að fá til þess sérstakt leyfi
stiptsyfirvaldanna, því að hvorki hafði hann innritazt í þann
skóla né Læknaskólann. Hann lauk prófi í forspjallsvísindum
vorið 1902 með ágætiseinkunn. Næsta sumar var hann í þjón-
Ustu Edinborgarverzlunar við fiskkaup á Austfjörðum. Þegar
hann kom þaðan um haustið, var hann mjög óráðinn, hvað
8era skyldi. En það varð úr, að hann innritaðist í Prestaskólann.
hn lljótlega kom að því, að hann legði guðfræðibækurnar á hill-
nna. Guðfræðin var honurn lítt að skapi, enda var hann aldrei
niaður trúhneigður. Árin 1903—4 vann Benedikt í pósthúsinu í