Andvari - 01.01.1956, Page 18
14
Guðmundur Gíslason Hagalín
ANDVARI
Reykjavík, en nú voru þeir atburðir að gerast, sern brátt tóku
bug hans allan og ákváðu bonum ævistarf.
IV'
Á Alþingi árið 1901 komu Valtýingar fram frumvarpi sínu
um nýja stjórnarskrá með meirihlutavaldi, sem var til orðið fyrir
þær sakir, að einn af þingmönnum Heimastjómarmanna komst
ekki til þings fyrir sakir elli. Má nærri geta, að samþykkt fmm-
varpsins hafi vakið úlfaþyt í herbúðum andstæðinganna, og þá
ekki sízt fyrir það, að meðan þing sat enn á rökstólum bámst
þær fregnir til landsins, að Vinstrimenn hefðu nú loks komizt
til valda í Danmörku. Væntu menn sér sanngirni af stjórn þeirra,
og sendi Heimastjómarflokkurinn Hannes Hafstein utan til við-
tals við stjórnina. Honum var tekið vel og vinsamlega, og gerðu
menn sér vonir um, að stjórnin mundi veita íslendingum þá
tillátssemi, að þeir fengju íslenzkan ráðberra, búsettan í Reykja-
vík. Þar sem samþykkt hafði verið stjómarskrárbreyting, var þing
rofið og boðaðar nýjar kosningar. Var stjórnarskrárfmmvarpið
síðan lagt á ný fyrir Alþingi árið 1902, en samtímis sendi Alberti,
dómsmálaráðherra hinnar nýju dönsku ríkisstjómar og ráðherra
íslandsmála, þinginu annað stjórnarskrárfmmvarp. Þar var gert
ráð fyrir ráðherra búsettum á Islandi, en hins vegar var það
tekið fram skýmm orðum í frumvarpinu, að öll lög og mikil-
vægar stjórnarráðstafanir skyldu borin fyrir konung í ríkisráði
Dana. Og hér skyldi engu urn þokað. Skilyrði fyrir því, að
íslendingar fengju beimastjórn, voru þau af hendi Albertis og
hinnar frjálslyndu stjómar Danmerkur, að Alþingi samþykkti
frumvarpið óbreytt. Og þannig hlaut það samþykki beggja flokka
á þingi. Það var síðan, að loknum nýjum kosningum, samþykkt
á Alþingi árið 1903, og mælti cnginn á móti því nema þing-
maður Barðstrendinga, séra Sigurður Jensson, bróðursonur Jóns
Sigurðssonar. Hann var og sá eini af þingheimi, sem greiddi at-
kvæði gegn frumvarpinu. Og snemma árs 1904 varð Hannes
Hafstein foringi heimastjórnarmanna ráðherra íslandsmála.