Andvari - 01.01.1956, Page 19
ANDVAHI
Benedikt Sveinsson
15
Þó að frumvarp Albertis væri samþykkt á tveimur þingum
nærfellt einróma, hófst öflug andstaða gegn því utan þings og
síðan gegn ýmsum stjórnarathöfnum hins glæsilega foringja
Heimastjómarmanna, Hannesar Hafsteins.
Það vom einkum stúdentar og aðrir yngri menn í hópi ís-
lenzkra menntamanna, sem voru driffjöðrin í þessari andstöðu,
en þeir nutu ráða og að nokkm forystu hins mikilhæfa og virta
laga- og stjómmálamanns Jóns Jenssonar, bróður séra Sigurðar.
hyrir aðgerðir hans og áhuga fengu þeir staðfest af hendi kenn-
ara í ríkisrétti við Kaupmannahafnarháskóla, að sú skoðun þeirra
væri rétt, að sæti í ríkisráði Dana gætu aðeins átt ráðherrar, sem
skipaðir væm samkvæmt hinum dönsku gmndvallarlögum og
t>æm ábyrgð fyrir ríkisþinginu danska. Þótti fmmvarpsandstæð-
mgum sannað, að ríkisráðsákvæðið bæri eindregið vitni hinni
gömlu innlimunarstefnu danskra stjórnarvalda, jafnframt því sem
það væri frekleg móðgun við íslenzku þjóðina. Töldu þeir sam-
þykkt þess á Alþingi háskalega viðurkenningu á stórdönskum
skilningi á réttarstöðu íslands.
Frumvarpsandstæðingar stofnuðu nýjan flokk, Landvarnar-
Fokkinn, árið 1902, og um næstu áramót tóku þeir að gefa út
tvö blöð, Landvörn og Ingólf. Þeim jókst fljótlega fylgi, þó að
ehki næðu þeir að hafa áhrif á skipan þess Alþingis, sem saman
kom árið 1903, og túlkuðu þeir málstað sinn með svo ljósum
tökum og af slíkum sannfæringarhita, að ýmsir mikilsmetnir
áhrifamenn þeirra flokka, sem samþykkt höfðu stjómarskrárfrum-
varp Albertis, tóku nú að velta viðhorfunum fyrir sér á nýjan
leik, og snemst ýmsir þeirra á sveif með Landvamarmönnum.
Sú bylgja gremju, vandlætingar og óeigingjamrar föðurlands-
astar, sem reis af gmnni deyfðar og andvaraleysis þingflokkanna
gagnvart lævísi og frekju Albertis, var svo há og fallþung, að
hún mun vart hafa átt sinn líka fyrr eða síðar í frelsisbaráttu
hdendinga. Stúdentafélag Reykjavíkur lét um þetta leyti stjórn-
málin mikið til sín taka og mátti heita ómengað Landvarnarfélag.
Fenedikt Sveinsson var formaður þess 1903—4, en einhver helzti