Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1956, Side 20

Andvari - 01.01.1956, Side 20
16 Guðmundur Gíslason Hagalín ANDVARI áhrifamaður þess var hann miklu lengur. Hann tók mikinn þátt í umræðum og hafði framsögu í ýmsum hinna merkustu mála, sem um var fjallað. Það kom svo eins og af sjálfu sér, að hann varð í fylkingarbrjósti á hinurn opinbera vettvangi. Hann var kosinn i fyrstu stjórn Landvamarflokksins, en í henni áttu sæti fimm menn. Voru það, auk Benedikts, Jón Jensson, Bjami Jóns- son frá Vogi, Einar Benediktsson og Guðmundur Magnússon læknir. Llm áramótin 1902—3 varð Benedikt ritstjóri blaðsins Landvarnar, ásamt þeim Einari Benediktssyni og Einari Gunn- arssyni, sem var sonarsonur Einars Asmundssonar í Nesi og mikill vinur Benedikts. Ekki komu út nema fá tölublöð af Land- vöm, en í öndverðum janúarmánuði árið 1905 varð Benedikt ritstjóri Ingólfs og gegndi því starfi í fimm ár að því sinni. Benedikt reyndist ritfær með ágætum, skrifaði hreint mál og fagurt, var allorðhvass, en aldrei grófyrtur, forðaðist mælgi og kunni vel að haga þannig framsetningu efnis, að jöfnum höndum væri skírskotað til vitsmuna og tilfinninga. Hann varð og fljótlega viðurkenndur sem áhrifamesti ræðumaður Land- varnarmanna, og höfðu þeir þó á að skipa á þeirn vettvangi shk- um mönnum sem Einari Benediktssyni og Bjarna Jónssyni frá Vogi. í ræðum Benedikts komu fram hinir sömu eiginleikar og í greinum þeim, er hann skrifaði um þau mál, sem honum þóttu mikilsverðust, en þó beitti hann meira í ræðunum tilvitnunum í bókmenntir íslendinga, og virtust honum ævinlega tiltæk til- svör eða ljóðlínur, sem bezt áttu við. Og þó að ekki sé tekið tillit til orðfæris, naut hann sín enn betur á ræðupalli en á vett- vangi hins ritaða máls. Hann var hár maður vexti og herði- breiður, teinréttur og hinn karlmannlegasti, fríður sýnum, svip- mikill og sviphreinn, skörulegur og drengilegur. Hann flutti mál sitt röggsamlega og prúðmannlega, aldrei af æsingi, en liins vegar yljað innri glóð. Röddin var sérkennileg, en viðfelldin, há, hreim- mikil, en þó mjúk. Um stefnu Ingólfs segir svo í fyrsta tölublaðinu, sem út koin undir stjórn Benedikts Sveinssonar:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.