Andvari - 01.01.1956, Blaðsíða 21
andvari
Benedikt Sveinsson
17
„Vill hann berjast gegn allri íhlutun erlendra stjórnarvalda
unr sérmál íslands og halda uppi merki fyrir auknu sjálfstæði
°g menning þjóðarinnar, hvað sem líður liagsmunum einstakra
rnanna og flokka.“
Og ennfremur:
„Markmið Ingólfs er það í stuttu máli, að ísland sé fyrir
Islendinga og hér búi frjálsir rnenn í frjálsu landi.“
Þessari stefnu var fram haldið í blaðinu af mikilli einurð og
röggsemi. Ingólfur var vökult blað, skorinort og frjálslynt og
kom víða við, en mál málanna var endurheimt réttinda lands
°g þjóðar úr höndum Dana.
Arið 1905 var frelsisár Norðmanna. Landvamarmenn sam-
fögnuðu norsku þjóðinni mjög innilega og vildu, að fordæmi
liennar yrði íslendingum hvöt til dáða í frelsismálunum. En
Benedikt Sveinsson renndi augunum vítt urn heim og kom víða
auga á atburði, sem frelsisunnandi íslendingum var vert að gefa
gætur. Grein sú, sem hann skrifaði um atburði ársins 1905 í
fyrsta tölublað Ingólfs 1906, er mjög vel rituð og áhrifarík og
vitnar um mikla rökvísi og yfirsýn. Þar segir meÖal annars:
„Fyrir örfáum árum var hinn rammasti einveldisandi drottn-
andi í heiminum og færðist mjög í aukana. Stórveldin höfðu allar
klær úti að klóra undir sig lönd og þjóðir, og réttur hinna smærri
þjóða var að engu hafður. Stórþjóðirnar þóttust byggja þessa yfir-
gangsstefnu á því, að hún væri í samræmi við lögmál náttúr-
unnar. Samkvæmt því ættu smáþjóÖimar að líða undir lok og
ríkustu þjóðirnar og fjölmennustu að skipta með sér yfirráðum
lieimsins. Þessum kenningum var jafnvel beitt hér úti á íslandi,
nieðan veriÖ var að teygja þjóðina frá réttarkröfum sínum og
ginna hana til þess að játast undir hið alkunna valdboð útlends
ráögjafa. Þá var þjóðinni kennt það í riti Bókmenntafélagsins,
að þjóðerni væri ekki annað en „gömul og hugðnæm hjátrú",
sem mál væri til komið að leggja niÖur.“
Síðan er skírskotað til ofbeldis Breta gagnvart Búum og kúg-
unar Rússa á Finnum og látin í ljós ánægja yfir því, að Japanir