Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1956, Page 27

Andvari - 01.01.1956, Page 27
andvari Benedikt Sveinsson 23 Benedikt Sveinsson var valinn til að flytja ræðu í Reykjavík hinn 17. júní þetta vor. Þar mælti hann meðal annars á þessa leið: „Jón Sigurðsson hóf það merki, sem þessi þjóð mun fylgja fram til lulls sjálfstæðis. Hann féll frá áður en fullnaðarsigur var unninn. En „vér mótmælum allir“ að fleygja því merki frá oss, „vér mótmælum allir“ að víkja fótmál af þeirri braut, sem til framtíðarlandsins liggur — hvað sem í boði er. Meðan vér gerum það, þá munum vér Jón Sigurðsson.“ í Ingólf skrifaði Benedikt margar skeleggar greinar þetta sumar. í grein, sem birtist hinn 12. júlí, sagði hann: „Fyrr eða seinna hlýtur hver þjóð að brjóta af sér öll slík bönd — eða deyja að öðrum kosti. Séu böndin svo ger, að hún fái ekki brotið þau, þá eyðist hún sjálf og önnur alfrjáls þjóð hemur í hennar stað. Þetta er lögmál lífsins. Og þeim, sem á móti því vinna, eru vís forlög nátttröllsins.“ Stundum hnigu úr penna Benedikts, þá er hríðin harðnaði, °rð, sem voru bitur í garð andstæðinganna: „Hið konungkjöma og krossaða riddaralið dönsku stjórnar- tnnar bregður ekki vana sínum. En það stendur á bændunum íslenzku. Þeir mótmæla því 10. september að verða danskir ís- lendingar.“ Daginn fyrir kjördag barst til íslands sú fregn, að Alberti, lyrrverandi íslandsráðherra og sá, er smeygði íkveikjuefninu inn 1 stjórnarskrárfrumvarpið 1902, hefði gengið á vald réttvísinni °g kært sjálfan sig fyrir hin stórkostlegustu fjársvik. Þessi frétt vakti geipilega athygíi, og þótti sumum sem hún hefði nokkurt táknrænt gildi. Frumvarpsandstæðingar höfðu gengið í einn ílokk, og hlaut hann nafnið Sjálfstæðisflokkur. Andstæðingar frumvarpsins oefndu fylgjendur þess oftast innlimunarmenn, en frumvarpið sjálft var kallað up'pkastið. Strax og fregnir fóru að berast um orslit í kosningunum, þótti sýnt, hvert straumurinn lægi. Bene- dikt Sveinsson hafði boðið sig fram í átthögum föður síns, Norður-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.