Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1956, Side 28

Andvari - 01.01.1956, Side 28
24 Guðmundur Gíslason Hagalín ANDVAHI Þingeyjarsýslu. Hann vann glæsilegan sigur. Hann stóð þá á þrítugu og var yngstur allra þingmanna. Frambjóðendur £rum- varpsmanna féllu hver um annan þveran, og þóttu hartnær ótrú- legar fréttirnar um fall sumra þeirra. Sagt var, að þá er fregnin barst um fall eins gamalgróins þingmanns og fylgjanda frum- varpsins, hefði Benedikt Sveinsson tekið sér í munn orð Þórð- ar kakala: „Fleira slátra nú Islendingar en baulum einum, ef satt er.“ Heildarúrslitin urðu þau, að kosnir voru tuttugu og fimm Sjálfstæðismenn og aðeins níu fylgismenn frumvarpsins. Á svæð- inu frá Rangárvallasýslu og vestur og norður um land til Eyja- i jarðar féllu allir þeir framhjóðendur, sem frumvarpinu fylgdu. Af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins voru aðeins fimm, sem setið höfðu á Alþingi síðasta kjörtímabil, og þrettán af þingmönnum hans höfðu aldrei á þingi setið. Þannig lauk einni hinni hörðustu hríð, sem háð hefur verið um sjálfstæðismál Islendinga, og einhverri hinni mikilvægustu, og mundi mega fullyrða, að málalokin hefðu orðið á annan veg, el ungir Landvarnarmenn, með þá Benedikt Sveinsson og Bjarna Jónsson frá Vogi, glæsilega og málsnjalla fullhuga, í fylkingar- brjósti, hefðu ekki allt síðan árið 1902 safnað glóðum elds að höfði hinnar glæstu sveitar reyndra og ráðandi stjórnmálamanna. VI. Með hinum mikla sigri Sjállstæðisflokksins var það tryggt, að ekki væru bundnar hendur íslendinga í frelsismálunum, en sú fylking, sem árið 1908 hafði safnazt saman um merki Land- varnarmanna, reyndist lítt samstæð og því engan veginn traust. Flún hafði sameinazt á úrslitastund í stóru máli, en um sitthvað annað, sem úrlausnar krafðist, var hún ekki sammála, enda ekki vön að hlíta sömu forystu. Það var engan veginn góðs viti, að hún gat ekki orðið sammála um val ráðherra. Benedikt Sveins- son, Bjarni Jónsson frá Vogi og fleiri eindregnir Landvarnar- menn fylgdu Skúla Thoroddsen, en Björn Jónsson ritstjóri Isa-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.