Andvari - 01.01.1956, Blaðsíða 39
andvari
Benedikt Sveinsson
35
VIII.
Sjálfstæðismálið var Benedikt Sveinssyni mál málanna og
niótaði mjög afstöðu hans í öðrum efnum. Hann sagði ungur í
Ingólfi:
„Þjóðin verður nú að vakna og draga af sér helgrímuna, sem
einokunin smeygði á hana og Sameinaða félagið hefur reynt að
halda fastri.“
A þessum árum voru það dönsku selstöðuverzlanirnar og
Sameinaða gufuskipafélagið, sem enn reyndu að rígbinda við-
skipti íslendinga við Danmörku. Benedikt studdi því eindregið
tilraunir Þórarins E. Tuliniusar kaupmanns og Thore-félagsins,
sem hann veitti forstöðu, til að korna á föstum skipaferðum við
fleiri lönd. Veturinn 1912—13 var Benedikt frummælandi urn
það í Stúdentafélagi Reykjavíkur, að stofna þyrfti íslenzkt eim-
skipafélag. Var hann síðan einn af helztu hvatamönnum að
stofnun Eimskipafélags íslands. Efni hans leyfðu ekki, að hann
væri stór hluthafi í fyrstu, en hann var ávallt öflugur stuðn-
ingsmaður félagsins. Fyrir atbeina þeirra Islendinga vestan hafs,
sem gengizt höfðu fyrir hlutafjársöfnun vestra, sýndu Vestur-
íslendingar Benedikt það traust frarn til þess síðasta að fela
honum að fara með atkvæði þeirra á aðalfundum, þegar þeir
tengu því ekki við komið að senda fulltrúa að vestan, og árurn
saman var hann kjörinn fundarstjóri á aðalfundum.
Ritsímamálið var mikið deilumál í hinni fyrri stjórnartíð Hann-
esar Hafsteins. Nú rnunu ekki skiptar skoðanir um, að það hafi
orðið til ómetanlegs gagns fyrir atvinnulíf þjóðarinnar, að ísland
komst í ritsímasamband við útlönd þegar á fyrstu árum þessarar
aldar, og mun nú mörgum lítt skiljanleg sú andstaða, sem málið
nrætti hjá þjóðinni. Andstæðingar þess voru mislitur hópur. Marga
skorti skilning á gagnscmi hinnar miklu framkvæmdar, og sum-
um fastheldnum mönnum og þröngsýnum mun jafnvel hafa
virzt eitthvað uggvænlegt við þetta furðulega nýmæli. Loks voru
sv« sjónarmið víðsýnna andstæðinga. Þar var Bencdikt Sveins-
son einn af þeim eindregnustu. Afstaða hans og fleiri Landvarnar-