Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1956, Page 52

Andvari - 01.01.1956, Page 52
48 Guðmundur Gíslason Hagalín andvari persóna, og er oft vandséð, við hvem er átt, þar sem samnefni koma til greina. Er því viðbrugðið, hve nafnaskrá Benedikts er vandlega unnin og hve mjög hún ber af nafnaskrám þeim, sem fylgdu hinum fyrri vísindalegu útgáfum. A árunum 1922—30 stjómaði Benedikt söfnun efnis í sögu Alþingis. Benedikt Sveinsson hafði mikinn áhuga á viðgangi Þjóðvina- félagsins. Hann var kosinn í stjórn þess árin 1914—15, og for- seti þess var liann 1918—20. Þá baðst hann undan endurkosn- ingu, en benti á eftirmann sinn, dr. Pál Eggert Ólason, sem síðan stýrði félaginu um fimmtán ára skeið af mikilli rögg. Fjölda greina skrifaði Benedikt í blöð og tímarit — einnig eftir að hann hætti ritstjórn. Hann vann og í kyrrþey verk, sem mun hafa haft meiri og víðtækari áhrif á málsmekk almennings en unnt er að gera sér grein fyrir. Hann las handrit af fjölda ritgerða og heilla bóka höfunda, sem til hans leituðu, og leiðrétti fyrir þá orðfærið. Með þetta fór hann mjög dult, og ekki mundi honum að skapi, að starf hans á þessum vettvangi væri sannað með dæmum. Benedikt Sveinsson talaði hreinna mál, svipmeira og fegurra en flestir aðrir hans samtíðarmenn og brá oft fyrir sig fomum orðatiltækjum. Þetta er ekki öllum hent, en Benedikt var það svo eðlilegt, að engum kom til hugar að virða honum það til tilgerð- ar. Stundum gerði hann sér það til gamans að snúa orðatiltækj- um, sem honum þóttu óvönduð að máli eður málblæ, til forns máls. Menn hafa notað og nota enn, ýmist á dönsku eða klaufa- lega þýddan, málsháttinn: „Af skade bliver man klog, men ikke rig.“ Benedikt íslenzkaði hann þannig: „Vits lér vá, en vells eigi“ (vá — tjón, sbr. vátrygging, — vell — auður, sbr. vellauð- ugur og enska orðið wealth). Fæsta, sem sjá þessa þýðingu í orðahók Freysteins Gunnarssonar, mundi gruna, að hún sé frá tuttugustu cild.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.