Andvari - 01.01.1956, Page 57
andvari
Benedikt Sveinsson
53
vaka í deildinni heila nótt og komið var langt fram á morgun
næsta dags, en þingmaður einn hafði sofnað við borðið fram
á hendur sínar, ávarpaði forseti þann, sem næstur sat þingmann-
lnum, og mælti: „Þá vil ég biðja liáttvirtan þingmann að greiða
sessunaut sínum pústur nakkvam, at hann megi vakna“.“
Ekki mundu ýmsum hafa hentað slík gamanyrði í forsetastól.
Eenedikt Sveinssyni fóru þau vel. Og glettni hans í hópi mál-
vina var ekki síður þannig, að hún sómdi sér hið bezta. Hún
yar aldrei bitur, hvað þá rætin, en dreifði gjarnan þeim skýjum
skaphita, sem draga vildi á himin, ef kapp færðist í samræður.
Benedikt var enn sem fyrr hress í bragði hin síðustu æviár
S1n, rór og hlýr og ræddi um ættir, sögu og kveðskap — og
minntist liðinna daga, ef svo bar undir, en karlagrobbs varð ekki
vart í neinum bans frásögnum. Sá, er þetta ritar, hitti hann
niðri við Arnarhól ekki löngu áður en hann var allur — og
hafði orð á því að gefnu tilefni, að enn mundi drjúglöng stund
dl sólseturs. Benedikt nam staðar og mælti með þungum
áherzlum:
„Er falls ván at fornu tré.“
Síðan stóð hann um stund og horfði út á Sundin, þögull og
svipheiður.
Hann lézt aðfaranótt hins 16. dags nóvembermánaðar 1954.