Andvari - 01.01.1956, Blaðsíða 64
60
Lúðvík Kristjánsson
ANDVARI
og dúnninn ágætlega, en miður mislita ullin og fyrir tófuskinn
og saltfiskinn fékkst fremur lágt verð. Þegar gert hafði verið upp,
kom í ljós, að talsvert tap hafði orðið á þessum verzlunarleiðangri.
Þorlákur var þó ekkert gugginn og taldi, að með þessari ferð
hefði svo verið brotinn ísinn fyrir enska verzlun á íslandi, að
eigi myndi breði aftur á renna. Um haustið fékk hann útmælt
kaupstaðarstæði á Borðeyri fyrir atbeina Péturs Eggerz. Segist
hann liafa gert það í því augnamiði að láta ekki hina paurana,
Clausen og Hildebrandt, komast að. Síðan kemst Þorlákur svo
að orði: „Nú er mein að vera ekki orðinn grosseri og hafa ekki
næga peninga til að geta byggt á Borðeyri næsta sumar og byrjað
upp á kraft. En rnaður lifir í voninni, að einhvem tírna geti
maður orðið íslenzkur kaupmaður". Þannig er hljóðið í Þorláki
16. nóv. 1861. En í þann mund, sem árið er að kveðja, eða 28.
desember, ritar hann Jóni Sigurðssyni á þessa leið:
„Ég þakka yður kærlega fyrir öll yðar góðu ráð og heilræði.
Ég viðurkenni, að ég þarf þeirra með, og ég vil líka reyna til,
svo rnikið sem mér er mögulegt, að færa mér þau í nyt. Ég ætla
mér ekki að gera neitt viðvíkjandi verzlun, nema að hafa Peacock,
húsbónda minn, fyrir ráðunaut. Því ég veit með vissu, að hann
ræður mér heilt, því að hann er svo vænn og vandaður maður.
Ég ætla ekki helclur að binda mig neitt við Pétur (Eggerz). Það
lítur heldur ekki mjög líklega út, því honum er nú einlægt að
versna í hnénu, og það líður ekki á löngu, þangað til ég held
hann ætli að láta taka fótinn af — og þá er óvíst, hvort hann
lifir. En meining mín er sú, að mér þætti vænna, að einhver
ensk verzlun kæmi fyrst á Borðeyri en dönsk, og það skaðar aldrei,
þó að maður eigi plássið. Samt ætla ég að biðja yður kæri frændi
að gefa mér góð ráð, og skal heldur ekki gleyma að leita yðar,
þegar eitthvað þarf góðra ráða við“.
Þannig kveður Þorlákur síðast Jón frænda sinn á hinu við-
burðaríka ári 1861.
Nú er skemmst af því að segja, að ekki varð áframhald á
íslandsverzlun Peacocks. Hvort tveggja fór saman, að honum leizt