Andvari - 01.01.1956, Qupperneq 70
66
Lúðvík Kristjánsson
ANDVARI
lákur kom til Skotlands úr íslandsferð sinni. Pile kom til fundar
við Þorlák í Edinborg, og segist Þorláki svo frá samfundum þeirra:
„Við gengum tveir sarnan upp á Calton Hill, og hann (þ. e. Pile)
sagði mér frá öllurn raunum sínum. Hevítis beinið hann Walker
hefur hann svo ruineraðan, að hann stendur hreint snauður eftir,
og leitast hann við að skemma hans góða mannorð og credit, en
svo er gamli Pile vel liðinn, að vinir hans munu hjálpa honurn
— og hann segist ennþá einu sinni komast á laggirnar. Hann grét
eins og bam, aumingja karlinn, þá hann sagði mér, að konan
sín færi í dag (þ. e. 18. júlí 1866) fyrir fullt og allt úr sínu
fallega húsi. Walker er nú hans versti óvinur og hann hefur verið
svo óforskammaður að reyna að lögsækja Pile.“ Þremur dögum
síðar en þetta var, fékk Þorlákur bréf frá Walker, þar sem hann
segir honum, að Pile hafi verið hnepptur í varðhald, fyrirtæki
hans lokað og frarn undan sé gjaldþrot.
Þegar Þorlákur hafði lesið þessa orðsendingu, stóð hann undr-
andi yfir því, hvernig á því stæði, að John Pile hefði verið settur
í fangelsi. ur því sem komið var, vildi hann ekkert eiga undir
Walker með fjárkaupin, þótt hann kynni að hafa vilja og getu
til þess að standa við þau. — Og úr penna Þorláks hrjóta þessi
orð: „Ég verð nú eins og svikari fyrir allt saman við landa mína“
— og hvað átti Þorlákur nú að taka til bragðs? Andvirði þess fjár,
sem bændur höfðu lofað honum, nam átta þúsund sterlingspund-
um, og til þess að sækja það til íslands þurfti fjögur gufuskip. —
Nú hafði annar íslendingur undirhúið fjárkaup á Islandi fyrir
Breta, en það var Eiríkur Magnússon, síðar bókavörður í Cam-
bridge. Datt Þorláki nú í hug að komast í samband við Eirík
og hinn brezka fjárkaupmann hans, og eggjaði Jón Sigurðsson
Þorlák á að reyna þá leið til þrautar. En áður til þess kæmi, að
Þorlákur reyndi á það, komst hann í kynni við ríkan paura 1
Dunbarton, er hét McGaan. Vildi hann óður og uppvægur kaupa
féð og tók þegar á leigu mjög stórt skip, er gat rúmað í einu
3000 fjár. Þegar svo hafði skipazt, ritaði Þorlákur umboðsmönn-
um sínum heima á íslandi, að hann kæmi að sækja féð á þeim