Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1956, Page 71

Andvari - 01.01.1956, Page 71
andvari Svipmyndir úr lífi Þorláks O. Johnson 67 tíma, sem gert hafði verið ráð fyrir. — Síðast í ágúst fóru Þor- lákur og McGaan til Hafnar, eingöngu þeirra erinda að víxla þar gulli fyrir danskt silfur, því að bændur höfðu farið fram á það við Þorlák, að féð yrði greitt í danskri mynt. Þorlákur ræddi mikið við Jón frænda sinn um tilhögunina á fjárkaupunum og virtist nú báðum sem allur vandi væri leystur, því að með sér frá Höfn hafði Þorlákur níu hálftunnur silfurs, eða 62.040 ríkis- dali, og áttu þeir peningar að nægja til greiðslu fyrir sauðféð. Þann 10. ágúst segist Þorlákur hafa heimsótt danska konsúl- inn í Glasgow, sem hann telur vigtugan baunabelg, en erindið var að vita, hvort þeir þyrftu skilríki frá honum til íslandsferðar. En hann vissi ekkert um það. Hann var svo vitlaus, segir Þor- lákur, að hann hafði ekki hugmynd um, hvar ísland var. Leitaði sá danski þá ráðlegginga kollega síns í Hull. Um allt þetta stúss segir Þorlákur: „Þeir eru svo vitlausir hér, að þegar maður talar um að senda skip til Iceland, þá er það eins og maður biðji um passa til tunglsins." Skip það, sem McGaan hafði fengið á leigu til íslandsferðar, hét „Clansman“. Það lagði af stað frá Greenock föstudagskvöldið 13. september kl. hálf níu. Var þá allhvasst og þoka með rign- ingu. Auk Þorláks var McGaan sjálfur með í þessari ferð, svo og aðstoðarmaður hans, Mr. Barr. Sama kvöldið og fjárflutninga- skip McGaan lagði úr höfn, skrifar Þorlákur: „Ég vona ham- ingjan gefi allt gangi nú vel, mér þykir í öllu falli ekki lítið vænt um, að það er komið svona langt.“ En á Þorláki sannaðist sem mörgum fyrr og síðar, að þótt kóngur kjósi að sigla, hlýtur byr að ráða. Næst þegar vér heyrum frá Þorláki, er hann staddur í Ornseyju við Skotland og skrifar þar eftirfarandi kl. 6 e. m., 15. september 1866: „Það má segja urn mig, að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. — Ferðin gekk vel hingaö, jafnvel þó hvasst væri og þoka rnikil. I gærkvöldi ætluðum við að liggja nóttina yfir hjá Orns- eyju, því við áttum þar eftir að fara í gegnum ýmsar eyjar. Ég sat niðri í káettunni með Mr. McGaan, kl. var þá 8 /2 urn kvöldið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.