Andvari - 01.01.1956, Side 75
andvahi
Úr hagsögu íslands.
Eftir Þorkel Jóhannesson.
I.
Orðið hagsaga er ungt í máli voru. Mér liefir ekki tekizt
Ö O Ö
að fá vitneskju um, hvenær það hafi fyrst skotið upp kollinum í
rituðu máli eða prentuðu. Víst er, að það stendur ekki í orða-
f>ók Sigf úsar Blöndals. Er því vandi að segja, í hvaða merkingu
orðið hafi fyrst verið notað. Skiptir það og minnstu máli. Ég
hefi sjálfur notað þetta orð alloft, bæði í ræðu og riti, og er
hægast fyrir mig að lýsa því, hvaða merkingu ég hefi í það lagt,
og láta þar við sitja.
Þegar ég hafði lokið ritgerð minni til meistaraprófs í íslenzk-
um fræðum við Háskóla íslands haustið 1926, varð ég að sjálf-
sögðu að gefa henni eitthvert nafn. Viðfangsefnið var þetta:
Höfuðþættir í búnaðarsögu og búskaparháttum íslendinga frá
Hztu tímum og fram um siðskipti. Nærri lá að láta þetta duga
sem fyrirsögn ritgerðarinnar, en einhvern veginn nægði það mér
ekki, svo ég bjó mér til nýjan titil, eins konar aðalfyrirsögn, sem
hljóðaði svo: Ágrip af hagsögu íslands frá upphafi og fram um
1550. Ég minnist þess enn, að ég var hálffeiminn við þennan
dtil, fannst hann öðrum þræði nokkuð íburðarmikill. Og víst
var hér mikið í rnunni haft. En tvennt ætla ég að hafi til þessa
dregið. Öðrum þræði tók rannsókn mín í ritgerð þessari í nokkr-
utn greinum til atriða, sem lágu utan við búnaðarsöguna í þrengra
skilningi. Og í öðru lagi var hér sjálfrátt eða ósjálfrátt í Ijós lát-
inn ásetningur um að láta hér ekki staðar numið. Þótt þessi