Andvari - 01.01.1956, Qupperneq 91
ANDVAIII
Biskupskjör á íslandi.J)
Eftir Magnús Má Lárusson.
Með kristnitökunni á Alþingi árið 1000 var einum áfanga
r>áð á leiðinni að því marki, að innlendri kirkjustofnun væri
komið upp og íslendingar gætu sjálfir annazt um hag og rekstur
sinnar eigin kirkju. Heimildir vorar greina, svo sem kunnugt er,
frá útlendum trúboðsbiskupum, episcopi in partibus infidelium,
er bingað voru sendir, og hafa nöfn þeirra varðveitzt, en fátt
annað er nú vitað urn flesta þeirra.
J il þess var eigi gjörlegt að ædast, að þjóð, nýkristnuð að
lögurn, gæti sjálf komið upp því margbrotna kerfi, sem bin
sýnilega kirkja, stofnunin, útheimtir, jafnvel þótt frá fyrsta fari,
a landnámsöld og fyrr, hafi búið kristnir menn í þessu landi.
Kirkjan var þá þegar orðin 1000 ára gömul stofnun. Reynsla
kynslóðanna hafði mótað byggingu hennar og starf. Hún þurfti
smna forsvarsmanna við, eins og hver önnur stofnun meðal vor
manna, og hún varð að hafa sín lög og reglur til þess að geta
starfað. Miðuðu þau annars vegar að því, að stefna hennar væri
föst og ákveðin, og eru þau ákvæði fólgin í trúfræðinni og sið-
fræðinni, hinni kennimannlegu guðfræði. Hins vegar varð hún
að hafa sín lög, er starfsmenn hennar og félagar urðu að hegða
ser eftir.
Það er fróðlegt að skoða og virða fyrir sér þá þróun, sem
kirkjan sem stofnun verður fyrir um aldirnar fram að kristni-
1) Háskólaerindi, flutt 2. júlí 1956.