Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1956, Síða 94

Andvari - 01.01.1956, Síða 94
90 Magnús Már Lárusson ANDVARI lífsvökva sinn um stofn og bol út í minnsta lim, nema hún af- sníði hann og varpi í burt til tortímingar í bölvun bannsins. Heimildir greina svo aðeins frá, að bið fyrsta íslenzka biskups- efni hafi kjörið verið af allri alþýðu, og varð fsleifur Gizurar- son liins lrvíta fyrir valinu. Mun það liafa gjörzt á Alþingi árið 1053, því Ari fróði nefnir Leó páfa í sambandi við vígslu fsleifs; að vísu telur hann hann vera hinn sjöunda með því nafni, en eigi hinn níunda, sem rétt væri, en Leó IX. andaðist snenrma vors árið 1054. En þá skal á það bent, að tveir páfar, Leó að nafni, hafa fallið úr í elzta páfatali íslenzku, sem varðveitzt hefur, frá s. hl. 12. aldar, þann veg að Leó IX. er þar hinn sjöundi. Kann hér að vera nokkurt samband á milli. Nú er það bersýnilegt af hinu stutta orðalagi heimilda, að kjör ísleifs hafi ekki verið venjulegt kanónískt kjör af lærðum eingöngu, heldur af lærðum og leikum, sem er hin elzta rnynd biskupskjörsins í hinni almennu kristni. Ennfremur má ætla af frásögn heimildanna, að frumkvæðið hafi íslendingar sjálfir átt, því ella hefði ísleifur eigi þurft að taka sér ferð á hendur til Rómar. Páfinn einn gat tekið afstöðu til vilja Islendinga, hvort sem kjörið var álitið ókanóniskt, þ. e. ekki að kirkjunnar lögmáli, eða eingöngu tilnefning, postulatio, sem páfinn einn úrskurðaði um fram á 13. öld. Má telja sennilegra, að um tilnefningu hafi verið að ræða; og á hið sama við urn eftirmann ísleifs, Gizur son hans, og með fullri vissu þó. Guttormur prestur Finnólfsson hafði verið kjörinn áður að ábendingu ísleifs, en þá var um tilnefn- ingu að ræða að kirkjulögum, postulatio, en hana er hægt að taka aftur. Kjör, electio, verður hins vegar að fara til æðra aðila og er óafturkallanlegt. Páfi viðurkennir viðleitni Islendinga í þá átt að fullkomna verk það, er grundvöllur var lagður að árið 1000, og leyfir vígslu ísleifs til biskups. Þróun á sér þó enn stað; ísleifur setti stól sinn að föðurleifð sinni í Skálholti, en Gizur sonur hans gefur óðalið til ævinlegs biskupsseturs. Þá er fullnægt hinum strangasta lagastaf, er snertir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.