Andvari - 01.01.1956, Page 99
andvari
Biskupskjör á íslandi
95
kjörgengi. En úrskurður páfa var aldrei felldur. Áður hefir verið
nefnt, að tilnefning heyrði beint undir hann.
Erkibiskup hafði veigamiklar ástæður til þess að neita vígslu.
Hann gat talið, að íslendingar hefðu glatað sínum kosningarrétti
a. m. k. í þetta sinn vegna formgalla, og samkvæmt reglunni um
devolutio varð hann að láta þetta til sín taka.
Ákvæði Lateranþingsins mikla 1215 um kapitulakosning
hiskups þarf ekki að koma til álita hér. Ákvæði þetta hefur ekki
verið leitt í lög á Irlandi, þar sem biskupar eru kosnir á sýnódus,
þótt kapitular hafi starfað þar síðan á 9. öld.
Hitt var þýðingarmeira, að kirkjan hafði smámsaman miðað
að því að losa sig við áhrifavald leikmanna. Og af heimildinni
um Vilhjálm kardinála frá Sabina 1247 sjáum vér, að það er
talið erkistiktinu til gildis, að leikmenn hlutuðu sér ekki í kosn-
mg biskupa né annarra formanna heilagrar kirkju.
Hin foma kanóníska kosning lærðra með samþykki leikra var
þó eigi með öllu ónýtt. Enda kemur það glögglega fram í sáttar-
gerðinni í Túnsbergi 1277, að konungur áskildi sér rétt að sam-
þykkja kjör, þó áður en það er staðfest af kirkjunni.
I sáttargerð Jörundar erkibiskups og kórsbræðra í Niðarósi
arið 1297 var það tekið fram, að kórsbræður skyldu hafa með
erkihiskupi ráð og samþykkt í kosningum og forræðum biskupa
til íslands, Grænlands, Færeyja og Suðureyja. Með þessu hefir
framkvæmdin fengið endanlegt snið. Og með þessu hafa íslend-
mgar misst kosningavaldið úr höndum sér að fullu um tíma.
Hversu menn hafa litið á mál þetta og lögmæti þessara að-
Hra, sjáum vér glöggt af tveimur merkum heimildum.
I kæru Norðlendinga til Hákonar konungs háleggs árið 1319
Segir: Það hefir hér lítt og óheyrilega orðið og til tekizt, þá út-
lendir hiskupar hafi hér þrengdir verið inn í landið í móti lands-
lns vana, sem að fornu hefir yfir staðið, og þeirri samþykkt og
asetningu, er skipuð var, þá heilagur Jón biskup var kosinn af
Wðum og leikum á Islandi, það til teikns, að biskupar skyldi
svo kjósast hér í landið æ síðan.
7