Andvari - 01.01.1956, Page 100
96
Magnús Már Lárusson
ANDVARI
Hér er vert að taka eftir orðalaginu: landsins vani, því það
mun verða ítrekað hér á eftir í öðrum heimildatilvitnunum.
Hin heimildin er í Guðmundarsögu Arngríms ábóta, 21.
kapitula, og segir þar um kosningu Guðmundar Arasonar: Nú
kann vera, að nýrri kristni og vaxandi klerkdómi sýnist sagður
kosningur vart hafa orðið í suma grein eftir skipuðum kirkjunnar
lögum. En því má til svara, ef líkar, að herra páfanna skipanir
hafa lengi þróazt og runnið síðan með postullegri röksemd innan
um kristnina, land af landi, og því, að kristindómurinn var fyrr
en smásmygli laganna, varð hvert ríki skyldugt að halda löglega
siðvenju.
Ennfremur er í heimildinni bent á samþykki leikra, og segir
frekar urn þá: Sem konunganna kurt gerist fylld af ágimd og
gjálífi, gerir mær og móðir heilög kirkja einkar réttlega, þó að
liún aftur taki það privilegium, því að einn og inn sami hlutur er í
tímanna grein ýmislega gerandi.
Elér er vert að höggva eftir orðalaginu: lögleg siðvenja. Báðar
heimildir þessar standa fast á því, að að því leyti sem snertir
biskupskjörið, hafi hér a. m. k. myndazt venjuréttur, jus consue-
tudinis, og er það hárrétt athugasemd og í fullu samræmi við
hin almennu lög kirkjunnar. Orð Arngríms ábóta gætu hins
vegar bent til þess, að erkistóllinn hafi á sínum tíma álitið hið
innlenda kjör vera abusus, ólöglegt athæfi, sem bæri að uppræta.
En erkibiskup varð svo að lúta í lægra haldi fyrir páfa, er
biskupar voru hingað skipaðir per provisionem af páfa sjálfum,
eins og út um önnur lönd.
Á 15. öld eiga sér svo hin mikilvægustu straumhvörf stað.
Köllunarréttur páfa hafði fullkomlega öðlazt gildi með búll-
um tveimur á 14. öld, 1317 og 1335. Kirkjuþingið í Basel, 1414—
18, hafði hins vegar reynt að stemma stigu fyrir allsherjarvaldi
páfa og fá úrskurðað, hvort stæði ofar, ahnennt kirkjuþing eða
páfi. Konungur ríkjanna tveggja gerðist fylgjandi kirkjuþings-
stefnunni með þeim árangri, að kjörrétturinn fluttist aftur heim