Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1956, Page 108

Andvari - 01.01.1956, Page 108
104 Bcrgsveinn Skúlason ANDVARI úr hálsinum, skima í kringum sig og ókyrrast í setinu. Og þetta er smitandi. Allur luglaskarinn, endanna á milli á eyjunni, ókyrr- ist jafnsnemma, þó það sé ekki nema lítill hluti af honum, sem getur séð til komu bátsins eða ferða fólksins í lyrstu. Þó hefur þessi þjóð engan síma og ekkert útvarp til að boða gestkomuna. En það er fyrir utan efni þessarar greinar að skýra þann hugsana- flutning. Svo hefst leitin. Fólkið gengur upp á eyjuna. Það skiptir með sér göngum, líkt og gangnamenn í fjárleitum á haustin. Ganga hvers manns er 60—100 faðma breið. Þó fer það nokk- uð eftir stærð eyjarinnar, sem leituð er, og hversu varpið er þétt. Karhnennirnir taka með sér í leitina fötu undir egg og poka undir dún. — í stað fötunnar hafa sumir haganlega riðna körfu úr tágum. Hún er léttari. — En pokinn er dálítið skrýtinn. Það er saumað fyrir báða enda á honum, en eitt op og ekki stórt á annarri hliðinni. Niður um gatið er dúnninn látinn í pok- ann, góði dúnninn í annan endann en sá vondi í hinn. Þannig flokkar góður varpmaður þessa dýrmætu vöru við fyrstu snert- ingu. A betra verður ekki kosið. Þessir pokar eru kallaðir þver- bakspokar og vissi ég þá aldrei notaða nema í leitum. Raunar eru þeir nú orðnir heldur fáséðir, en það eru hinir einu réttu dúnpokar, og gamla fólkið vildi ekki nota aðra poka í leitir. Konurnar taka aðeins með sér fötu eða körfu úr bátnum- Svuntuna sína brjóta þær tvöfalda; binda hana upp í nrittið og tína dúninn í hana. A þann hátt geta þær losnað við pokann- Þær eiga nóg með fötuna. — En taka verður það fram, að leita- svunturnar áttu ekkert skylt við pjötlur þær, sem kvenfólk ber nú framan á sér við ýmis störf og kallar svuntur. En skrýtnar voru þær orðnar í laginu, hlessaðar stúlkurnar, og ærið framsettar, þegar lokið var við að leita stærri eyjarnar og þær fengu tækifæri til að losa úr belvnum og heimtu aftur sína fyrri feyurð. Ö O J O Leitarmenn fylgjast vel að og gæta þess, að engin kolla veroi eftir á milli þeirra né í þeirra eigin göngu. Það er metnaðarmál að finna sem flest lireiður. Þeir fara undir hverja kollu. 1 elj3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.