Menntamál - 01.12.1954, Page 6
40
MENNTAMÁIí
nafnfrægri bók eftir franska spekinginn Jules Payot. Sú
bók hafði komið út í 20—30 útgáfum í Frakklandi, og var
einnig mjög lesin og dáð á Norðurlöndum. Og kaflarnir,
sem Menntamál flytja kennurunum, eru um Viljann eðli
hans og mátt, stórmerkir kaflar og fróðlegir. Hygg ég, að
það sé engin tilviljun, að þeir kaflar urðu fyrir valinu
fyrst og fremst. „Viljinn skapar manninn,“ segir Payot.
Og sannarlega var þess ekki vanþörf að fræða kennarana
um eðlislög viljans og hvernig megi glæða hann og magna,
því að svo mjög er starf þeirra og árangur þess háð mætti
hans og valdi. Og þannig flutti ritið kennurunum mikla
og margþætta fræðslu og uppörvun í starfi þeirra, og var
alla stund útgefandanum til sóma og kennurunum mikil
lyftistöng. Og þegar að því kom, að barnakennarastéttin
sá sér fært að taka við ritinu, hafði það kynnt sig svo vel,
að léttara var að halda því úti. Og nú, eftir 30 ár, er ritið
virðulegt málgagn eigi aðeins barnakennara, heldur og
einnig kennara framhaldsskólanna í landinu, sem líka hafa
gert það að sínu málgagni.
Um Ásgeir Ásgeirsson í sæti fræðslumálastjóra er það
að segja, að hann reyndist þar hverju máli farsæll for-
ystumaður. Hann var þar hinn virðulegi og drengilegi
húsbóndi. Og endurbót fræðslulaganna 1926 og það, sem
vannst við endurskoðun þeirra 1933—36, en hvorttveggja
var mjög að hans tilhlutan, reyndist skynsamlegar og far-
sælar endurbætur. Og það ætla ég að fullyrða megi, að kenn-
ararnir hafi yfirleitt dáð og virt þennan yfirmann sinn,
enda mun hann líka hafa reynzt þeim vinveittur og ráðholl-
ur húsbóndi.
Hér verður ekki ritað um þingmennsku Ásgeirs Ás-
geirssonar né gerð grein fyrir margþættum þjóðmálastörf-
um hans. Það væri efni í lengra mál en hér rúmast. Hann
hefur komið víða við og víða fram fyrir hönd þjóðar sinn-
ar, undir margvíslegum kringum stæðum og oft ærið
vandasömum, og jafnan þótt þar ágætur fulltrúi. Og með