Menntamál - 01.12.1954, Side 8
42
MENNTAMÁL
fylgja. Og sízt mun talið, að kvenleggurinn sé af lakara
tæi. Það sannast og hér, að eplið fellur sjaldnast langt frá
eikinni. Mun það flestra manna dómur, sem að ráði þekkja
Ásgeir Ásgeirsson, og ekki ofsögum sagt, að hann eigi í
fórum sínum marga hina beztu þætti, er þótt hafa prýði ís-
lenzkra fyrirmanna á öllum tímum, og að hann sé búinn
mörgum hinum helztu kostum, er vér höfum jafnan talið
hinum norræna kynstofni til gildis. Hann er gáfumaður og
glæsimenni svo að af ber, skapstillingarmaður, karlmenni,
góðviljaður og prúðmenni í allri framkomu og drengur
góður. Það hefur og jafnan verið talið íslenzkum fyrir-
mönnum til gildis, að þeir væru bókvísir, ættu margt bóka
og væru vel lesnir. Svo er og nú um hinn æðsta valdsmann
þjóðarinnar. Hann er mikill bókamaður, stállesinn og stór
fróður, ekki sízt í bókmenntum og sögu, og er sílesandi í
tómstundum sínum. Hann er og íþróttamannlega vaxinn,
göngugarpur á yngri árum og sundfær ágætlega, og iðkar
hann þá íþrótt svo að segja daglega enn.
Ásgeir Ásgeirsson hefur borið það hátt í þjóðlífi voru
undanfarna 3 áratugi, að ekki er óeðlilegt, að um slíka
menn sé nokkuð deilt hér í mannfæðinni, því að auðvitað er
enginn algjör, hvorki hann né aðrir. En kostir hans eru svo
áberandi, að varla gat hjá því farið, að samtíð hans setti
hann til vegs og vanda. Og það hefur hún líka gert með því
að fela honum forsetatign og vald. Trúum vér því, að hann
muni reynast giftudrjúgur í þeim háa sessi. Er það raunar
þegar að koma í ljós, að sú trú og þær vonir, sem menn
gerðu sér um hann í sæti þjóðhöfðingjans, muni ekki bregð-
ast. Hefur nýafstaðin för hans til Norðurlanda m. a. sann-
fært oss um það.
Ásgeir Ásgeirsson er kvæntur Dóru Þórhallsdóttur
biskups Bjarnarsonar, hinni ágætustu og glæsilegustu konu
og frábærri húsmóður. Börn þeirra eru þrjú og hafa öll
mannazt ágætlega. Þau eru, Þórhallur, skrifstofustjóri í
Viðskiptamálaráðuneytinu, kvæntur Lilly Sverrisdóttur