Menntamál - 01.12.1954, Síða 19
MENNTAMÁL
53
brigð lífsviðhorf og hollar lífsvenjur, vera á verði ura líkamshreysti
þeirra og veita þeim tilsögn í lögskipuðum námsgreinum, liverjum
eftir sínum þroska.“
Nú kann að virðast ástæðulaust að leita álits kennara,
þar sem sæmilega skýr ákvæði eru um þetta efni í lögum.
Hitt kemur þó í ljós, að kennararnir leita ekki uppi laga-
greinina, heldur svara eftir eigin höfði, — og greinir
vissulega nokkuð á um, hvaða atriði séu þýðingarmest.
Fjórir kennarar svara þessari spurningu ekki, en svörum
hinna 92 má skipa í fleiri eða færri hópa, eftir því við-
horfi, er þau spegla. Beinast liggur e. t. v. við að spyrja:
Telur kennarinn skólann einkum eiga að vera uppeldis-
stofnun eða fræðslustofnun ellegar hvort tveggja?
Gerð var tilraun með skiptingu í fimm hópa:
1) Uppeldi talið meginhlutverk skólans.
2) Sama, en fræðsla þó einnig talin með.
3) Báðir þættir taldir jafn gildir.
4) Meiri áherzla lögð á fræðslu.
5) Aðeins fræðsla talin í verkahring skólans.
í fyrsta flokk komu 38 svör, í annan 10, í þriðja 30, í
fjórða 6, í fimmta 4, en 4 þóttu ekki falla í neinn þeirra.
Þessi skipting er að vísu dálítið hæpin, einkum milli 2.,
3. og 4. flokks, og væri e. t. v. varlegra að telja þá alla til
eins flokks, og verður skiptingin þá 38 : 46 : 4.
Samkvæmt þessu greinir nákvæmlega helmingur svara
við 6. sp. a) (46.af 92) bæði fræðslu og uppeldi, ýmist í
tvennu lagi eða með einu samheiti: „Uppeldi og fræðsla."
>,Að mennta í orðsins réttu merkingu.“ En fullyrða má,
m. a. eftir svörum við 7. og 8. spurningu, að margir þess-
ara 46, fleiri en þeir 10, sem taldir voru til annars flokks,
telja í raun og veru uppeldishlutverk skólans þýðingar-
wieira en hitt.
Fjórir kennarar tilgreina aðeins fræðslu. Tveir þeirra
taka fram, að hlutverk skólans sé „að kenna hinar til-
teknu námsgreinar", „að veita barninu góða undirstöðu-