Menntamál - 01.12.1954, Side 23
menntamál
57
og aðbúnaður sómasamlegur, munu skólarnir rækja starf
sitt sæmilega. Það er ekki sök skólanna, þótt ekki verði
allir englar eða helgir menn, sem út úr þeim koma. Við
slæm skilyrði verður útkoman slæm. Hver getur lesið
vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum?“ (5).
Hins vegar er óánægjan oft mjög áberandi: „Ég tel,
að það þurfi að gerbreyta öllu fræðslukerfi landsins hvað
snertir barna- og unglingafræðsluna.“ Það er einkum
lenging skólaskyldunnar, sem verður sumum að ásteit-
ingarsteini, þar sem minnzt er á fræðslulögin. En aðrir
binda miklar vonir við hin nýju lög og vilja fá þau til
fullrar framkvæmdar sem fyrst og sem bezt.
Nú verða talin þau atriði, sem fram koma í svörum
kennaranna, og hve margir nefna hvert þeirra. Ekki
verður þó um tæmandi skrá að ræða, því að ýmis ágæt
svör verða ekki leyst þannig upp í þætti og tölur.
15 kennarar gagnrýna fræðslulögin.
28 — telja aðstöðu skóla og búnaði þeirra ábótavant.
44 — gagnrýna einhæfni skóla, ofmat bóknáms og
einkunna.
81 — vilja auka verknám og handavinnu.
24 — telja þörf að efla virðingu fyrir vinnu, vilja 8
þeirra taka upp þegnskyldu.
40 — vilja leggja aukna áherzlu á félagslegt og siðrænt
uppeldi.
7 — vilja rækta með börnum lotningu, trú á göfgi
lífsins.
25 — telja þörf strangari aga og eftirlits í uppeldi, meiri
skyldurækni almennt.
14 — vilja efla félagsstörf meðal barna og unglinga.
11 — æskja áfengisbanns (5), baráttu gegn jazzi (1),
strangara eftirlits með útgáfu og innflutningi
óvandaðra blaða (2) og kvikmynda (5).
12 — minna á afbrigðileg börn, vanrækt og vangefin.