Menntamál - 01.12.1954, Blaðsíða 24
58 MENNTAMÁIj
19 — telja þörf að efla áhrif heimila og bæta heimilis-
háttu, og
10 — vilja nánari samvinnu heimila og skóla (og
kirkju 3).
9 — vilja, að uppeldis- og sálarfræði verði kennd í
framhaldsskólum og á námskeiðum íyrir almenn-
ing.
5 — telja þörf leiðbeininga um stöðuval.
17 — æskja aukinnar menntunar kennara.
Æskilegt hefði verið að geta gert sér grein fyrir,
hvaða atriði hverjum einum þykja þýðingarmest þeirra,
er hann telur fram. Þetta reyndist ógerlegt, það kemur
ekki að jafnaði svo ótvírætt í ljós, þó að svo sé stundum.
En bent skal á hina athyglisverðu niðurstöðu við 6. spurn-
ingu a), þar sem 38 kennarar a. m. k. leggja megináherzlu
á uppeldishlutverk skólans, en aðeins 4 leggja ótvírætt
meiri áherzlu á fræðsluna. Þessi niðurstaða virðist vera
í góðu samræmi við önnur svör.
Þá er rétt að vekja athygli á hinni almennu gagnrýni á
„fræðsluhyggju“, ítroðslustefnu og einhæfni skólans. Eng-
inn dómur skal hér lagður á réttmæti þessarar gagnrýni,
vel má vera, að hún sé einungis tízka eða sprottin af starfs-
leiða hjá kennurum, en sú spurning hlýtur að vakna, hvort
allt sé með felldu, þegar jafnstór hluti starfsmanna í
ákveðinni grein telur sig vera á villigötum í framkvæmd
verks síns. Einnig er í þessu sambandi eftirtektarvert,
hve margir segjast una starfinu vel og telja sig ánægða,
þrátt fyrir gagnrýnina, sbr. 2. spurningu.
Skulu nú rakin einstök atriði svara og samband þeirra
og dæmi sýnd, eftir því sem rúm leyfir.
Gagnrýni á fræðslulöggjöf.
„Mjög mikið vafamál er, að nýja skólalöggjöfin sé rétt stigið spor.
Virðist jiar meira hugsað um kerfisbundið skipulag en sálaiþroska