Menntamál - 01.12.1954, Page 35
MENNTAMÁL
69
Ármann Halldórsson
námsstjóri.
Fimmtudaginn 29. apríl síðastliðinn átti ég von á þeim
Ármanni Halldórssyni námsstjóra og Jónasi B. Jónssyni
fræðslufulltrúa á fund. Fundurinn skyldi hefjast í fræðslu-
málaskrifstofunni í Arnarhvoli kl. 14,00. Þegar liðinn var
stundarfjórðungur fram yfir tilsettan tíma, taldi ég víst,
að þeir hefðu tafizt af óviðráðanlegum ástæðum. Stund-
vísi Ármanns og nákvæmni þekktu allir, er honum kynnt-
ust.
Skömmu síðar er símað til mín frá skrifstofu þeirra Ár-
manns og fræðslufulltrúa. Var mér þá sagt, að ekkert
mundi verða af fundi okkar þann daginn, því að Ármann
námsstjóri muni hafa fengið aðsvif og verið fluttur í
Landsspítalann. Mér brá. Og hryggur varð ég, er ég frétti
litlu síðar, að hann Ármann væri látinn. Mér hafði alls
ekki komið til hugar, að ævilok Ármanns gætu verið svona
nálæg. Han hafði verið svo hress síðustu tvö árin. En eng-
inn veit sína ævina fyrr en öll er.
Ármann Halldórsson var fæddur 29. des. 1909 á Bíldu-
dal. IJann var af austfirzkum ættum, bróðursonur dr.
Björns Bjarnasonar frá Viðfirði. Ármann átti því ekki
langt að sækja ást sína á móðurmálinu og þjóðlegum fræð-
um.
Föður sinn missti Ármann 10 ára gamall. Fór hann þá
austur á Fljótsdalshérað til móðurbróður síns og var þar
í 4 ár. Svo fór Ármann til Isafjarðar til móður sinnar og
átti þar heimili, þangað til hann varð kennari við Kenn-
araskóla íslands.
Barnafræðslu sína hlaut Ármann í sveit. Er hann kom